Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. september 2017 07:00 Dómurinn í málinu er fjölskipaður. Þeim Ástríði Grímsdóttur, Kristni Halldórssyni og Jóni Höskuldssyni bíður það verkefni að kveða upp dóm í málinu, sem er eitt umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar. Vísir/Halldór Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag en hún hófst þann 21. ágúst síðastliðinn. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar síðastliðinn. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Í dag stendur til að taka skýrslur af sex vitnum í málinu. Þar á meðal er Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fór með rannsókn málsins og Sebastian Kunz, þýskur réttarmeinafræðingur sem annaðist krufningu. Að því loknu fer fram málflutningur verjanda og saksóknara.Vísir mun fylgjast með öllu sem fram fer í dómsal og flytja lesendum stöðugar fregnir í vaktinni hér að neðan sem uppfærist jafnóðum.
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag en hún hófst þann 21. ágúst síðastliðinn. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar síðastliðinn. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Í dag stendur til að taka skýrslur af sex vitnum í málinu. Þar á meðal er Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fór með rannsókn málsins og Sebastian Kunz, þýskur réttarmeinafræðingur sem annaðist krufningu. Að því loknu fer fram málflutningur verjanda og saksóknara.Vísir mun fylgjast með öllu sem fram fer í dómsal og flytja lesendum stöðugar fregnir í vaktinni hér að neðan sem uppfærist jafnóðum.
Dómsmál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira