Topplið sænsku úrvalsdeildarinnar, Eskilstuna, tapaði óvænt, 1-0, fyrir Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Tempest Marie Norlin skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu.
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Djurgarden og Hallbera Guðný Gísladóttir var á sínum stað í vörn liðsins. Glódís Perla Viggósdóttir stóð fyrir miðri vörn Eskilstuna í leiknum.
Djurgarden var rétt fyrir ofan fallsæti fyrir leikinn þannig að stigin voru afar vel þegin.
Djurgarden vann Íslendingaslaginn gegn Eskilstuna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn