Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. janúar 2017 19:30 Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. Jörðin Fell í Suðursveit var fjórða nóvember síðastliðinn seld í nauðungarsölu á almennum markaði til að slíta sameign. Jörðin var seld til félagsins Fögrusala ehf og var kaupverðið rúmur einn og hálfur milljarður króna. Um er að ræða einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins.Fréttablaðið greinir frá því í dag að ákvörðun stjórnvalda um að nýta forkaupsréttinn hafi komið fram of seint. Þann þriðja janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi, en tilboð ríkisins barst níunda janúar. Eru menn ósammála um hvort miða eigi við daginn sem kauptilboðið barst í jörðina, eða daginn sem kauptilboðið var samþykkt formlega hjá embætti Sýslumanns á Suðurlandi. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður, sendi í kjölfar umfjöllunar um málið í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að kaupa jörðina hafi komið innan þess tíma sem ríkið hafði til umhugsunar. Kaupandinn, félagið Fögrusalir ehf, hafi samþykkt skilmála í kaupsamningi um að frestur ríkisins til að ganga inn í tilboðið hafi verið til tíunda janúar. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður lögmaður Fögrusala, vísar þessu alfarið á bug. „Það mun liggja fyrir samkvæmt ákvörðun sýslumans í dag til okkar að hann hafi miðað við dagsetningu kaupsamningsins, sem var ellefti nóvember. Það liggur hins vegar skýrt fyrir samkvæmt náttúruverndarlögum að sextíu daga fresturinn byrjar að líða um leið og ríkinu berst tilboðið. Alveg óháð því hvenær kaupsamningurinn er gerður,“ segir hann. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tilkynnt okkur það, reyndar í tölvupósti, að þeir hafi ákveðið að láta ríkið hafa þetta. Við munum að sjálfsögðu ekki una þeirri ákvörðun og bera hana undir dómstóla.“ Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. Jörðin Fell í Suðursveit var fjórða nóvember síðastliðinn seld í nauðungarsölu á almennum markaði til að slíta sameign. Jörðin var seld til félagsins Fögrusala ehf og var kaupverðið rúmur einn og hálfur milljarður króna. Um er að ræða einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins.Fréttablaðið greinir frá því í dag að ákvörðun stjórnvalda um að nýta forkaupsréttinn hafi komið fram of seint. Þann þriðja janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi, en tilboð ríkisins barst níunda janúar. Eru menn ósammála um hvort miða eigi við daginn sem kauptilboðið barst í jörðina, eða daginn sem kauptilboðið var samþykkt formlega hjá embætti Sýslumanns á Suðurlandi. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður, sendi í kjölfar umfjöllunar um málið í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að kaupa jörðina hafi komið innan þess tíma sem ríkið hafði til umhugsunar. Kaupandinn, félagið Fögrusalir ehf, hafi samþykkt skilmála í kaupsamningi um að frestur ríkisins til að ganga inn í tilboðið hafi verið til tíunda janúar. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður lögmaður Fögrusala, vísar þessu alfarið á bug. „Það mun liggja fyrir samkvæmt ákvörðun sýslumans í dag til okkar að hann hafi miðað við dagsetningu kaupsamningsins, sem var ellefti nóvember. Það liggur hins vegar skýrt fyrir samkvæmt náttúruverndarlögum að sextíu daga fresturinn byrjar að líða um leið og ríkinu berst tilboðið. Alveg óháð því hvenær kaupsamningurinn er gerður,“ segir hann. Farið verður með málið fyrir dómstóla. „Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tilkynnt okkur það, reyndar í tölvupósti, að þeir hafi ákveðið að láta ríkið hafa þetta. Við munum að sjálfsögðu ekki una þeirri ákvörðun og bera hana undir dómstóla.“
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira