Taylor með þrennu í stórsigri Englendinga á Skotum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 20:37 Jodie Taylor fagnar einu marka sinna. Vísir/Getty Bronslið Englendinga frá síðasta heimsmeistaramóti sýndi styrk sinn í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Hollandi. England vann þá 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum frá Skotlandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli. Skotar voru einmitt með íslensku stelpunum í riðli í undankeppninni. Jodie Taylor skoraði þrennu fyrir Englendinga í leiknum og var ekki bara sú fyrsta sem nær því á EM í Hollandi heldur einnig sú fyrsta sem nær því fyrir enska kvennalandsliðið á stórmóti. Jodie Taylor er 31 árs gömul og spilar með Arsenal. Hún lék áður með bandarísku liðunum Washington Spirit og Portland Thorns FC. Taylor var búin að skora 9 landsliðsmörk fyrir leikinn í kvöld. Úrslitin voru ráðin eftir rúmlega hálftíma leik en enska liðið var þá komið í 3-0. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að sloppið í gegn eftir að Fran Kirby lét sendingu Lucy Bronze fara framhjá sér og plataði með því varnarmenn Skota. Taylor bætti við öðru marki sínu og koma enska liðinu í 2-0 á 27. mínútu þegar hún fylgdi á eftir þegar mikil hætta skapaðist eftir aukaspyrnu. Ellen White kom Englandi síðan í 3-0 á 32. mínútu þegar hún fylgdi á eftir sláarskoti Jill Scott. Jodie Taylor innsiglaði síðan þrennu sína eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum. Ellen White skallaði aukaspyrnu Steph Houghton inn fyrir vörnina og Taylor lyfti boltanum laglega yfir markvörðinn. Jordan Nobbs, sem líka spilar með Arsenal, skoraði fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Toni Duggan með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Úrslitin eru mikið áfalla fyrir skoska liðið sem vann meðal annars sigur á Laugardalsvellinum í undankeppninni. England og Spánn unnu örugga sigri í leikjum sínum í D-riðlinum í dag og það lítur allt út fyrir að það verði þægilegt verkefni fyrir þessi tvö sterku lið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Bronslið Englendinga frá síðasta heimsmeistaramóti sýndi styrk sinn í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Hollandi. England vann þá 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum frá Skotlandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli. Skotar voru einmitt með íslensku stelpunum í riðli í undankeppninni. Jodie Taylor skoraði þrennu fyrir Englendinga í leiknum og var ekki bara sú fyrsta sem nær því á EM í Hollandi heldur einnig sú fyrsta sem nær því fyrir enska kvennalandsliðið á stórmóti. Jodie Taylor er 31 árs gömul og spilar með Arsenal. Hún lék áður með bandarísku liðunum Washington Spirit og Portland Thorns FC. Taylor var búin að skora 9 landsliðsmörk fyrir leikinn í kvöld. Úrslitin voru ráðin eftir rúmlega hálftíma leik en enska liðið var þá komið í 3-0. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að sloppið í gegn eftir að Fran Kirby lét sendingu Lucy Bronze fara framhjá sér og plataði með því varnarmenn Skota. Taylor bætti við öðru marki sínu og koma enska liðinu í 2-0 á 27. mínútu þegar hún fylgdi á eftir þegar mikil hætta skapaðist eftir aukaspyrnu. Ellen White kom Englandi síðan í 3-0 á 32. mínútu þegar hún fylgdi á eftir sláarskoti Jill Scott. Jodie Taylor innsiglaði síðan þrennu sína eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum. Ellen White skallaði aukaspyrnu Steph Houghton inn fyrir vörnina og Taylor lyfti boltanum laglega yfir markvörðinn. Jordan Nobbs, sem líka spilar með Arsenal, skoraði fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Toni Duggan með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Úrslitin eru mikið áfalla fyrir skoska liðið sem vann meðal annars sigur á Laugardalsvellinum í undankeppninni. England og Spánn unnu örugga sigri í leikjum sínum í D-riðlinum í dag og það lítur allt út fyrir að það verði þægilegt verkefni fyrir þessi tvö sterku lið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira