Þegar tímabilið er tæplega hálfnað eru Jón Guðni og félagar í Norrköping í 2. sæti sænsku deildarinnar, með jafn mörg stig og topplið Malmö en aðeins lakari markatölu.
Jón Guðni er á sínu öðru tímabili hjá Norrköping og hefur spilað einkar vel í sumar. Svo vel að hann komst í úrvalslið tímabilsins hingað til sem Nannskog valdi.
Jón Guðni er annar af tveimur fulltrúum Norrköping í úrvalsliði Nannskogs. Hinn er kantmaðurinn Niclas Eliasson sem hefur skorað þrjú mörk og gefið átta stoðsendingar á tímabilinu.
Malmö á flesta fulltrúa í úrvalsliðinu, eða þrjá talsins. Það er vinstri bakvörðurinn Behrang Safari, miðjumaðurinn Anders Christiansen og framherjinn Markus Rosenberg.
Úrvalslið sænsku úrvalsdeildarinnar að mati Daniels Nannskog:
Andreas Isaksson, Djurgården
Daniel Sundgren, AIK
Per Karlsson, AIK
Jón Guðni Fjóluson, Norrköping
Behrang Safari, Malmö
Anders Christiansen, Malmö
Kim Källstrom, Djurgården
Niclas Eliasson, Norkköping
Kingsley Sarfo, Sirius
Ken Sema, Östersund
Markus Rosenberg, Malmö
Här är fotbollsexpertens allsvenska vårelva! Håller du med? #allsvenskan #twittboll https://t.co/36asXaaYUd
— SVT Sport (@SVTSport) June 4, 2017