Óska eftir áhættumati frá Ríkislögreglustjóra vegna viðburða í miðborginni í sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2017 18:45 Vísir/gva Vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra fjölmennu viðburða sem haldnir verða í miðborginni í sumar. Hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa vakið upp spurningar hvort raunveruleg hryðjuverkahætta sé hér á landi. Í síðustu árásum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Áhættumat ríkislögreglustjóra á hryðjuverkum hér á landi var gefið út í lok janúar síðastliðnum en þar telur deildin að hryðjuverk sem unnin voru í Evrópu á árunum 2015 og 2016 leiði í ljós breytingu hvað varðar ásetning, skotmörk, aðferðir og getu hryðjuverkamanna til að valda miklu manntjóni í borgum í álfunni. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum breytt áherslum sínum til að bregðast við þessari ógn. „Síðastliðin þrjú ár er búin að vera mikil aðgerðaþjálfun fyrir lögreglumenn auk þess sem tækjabúnaður lögreglu í landinu hefur verið aukinn og færður nær lögreglumönnunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér á landi eru haldnir fjölmennir viðburðir, þó sérstaklega yfir sumartímann, og í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu er spurning hvort öryggi almennings á þessum viðburðum sé tryggt fyrir þessari ógn. „Þessar hátíðir sem verða núna, þá munum við óska eftir mati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem að við getum gripið til,“ segir Ásgeir. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint sé frá í skýrslunni, er niðurstaða deildarinnar sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi. Ásgeir segir að lögreglan þurfi alltaf að finna leið til þess að gæta öryggi borgaranna á stórum viðburðum og á móti gæta þess að skyggja ekki á hátíðarhöldin. Undanfarið hefur lögreglan vakið athygli skipuleggjenda viðburða af þessari ógn sem vofir yfir. „Við erum að endurskoða okkar áætlanir og okkar viðbrögð,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að skoða þurfi frekar hvernig, til dæmis miðborginni sé lokað fyrir umferð ökutækja þegar stórir viðburðir eru haldnir. „Það er kannski hægt að breyta efniviðunum í lokunum. Kannski setja fastari lokanir heldur en hefur verið og þeir möguleikar verða að sjálfsögðu skoðaðir,“ segir Ásgeir.Er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ef það verður svona atburður hér á landi eins og gerðist í Bretlandi um helgina?„Það verður alltaf erfitt að takast á við svona atburð. Það verður ekkert lögreglulið tilbúið til þess að takast á við svona atburð. Þetta snýst um það að viðbragðið sé sem best og fljótast, segir Ásgeir. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra fjölmennu viðburða sem haldnir verða í miðborginni í sumar. Hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa vakið upp spurningar hvort raunveruleg hryðjuverkahætta sé hér á landi. Í síðustu árásum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Áhættumat ríkislögreglustjóra á hryðjuverkum hér á landi var gefið út í lok janúar síðastliðnum en þar telur deildin að hryðjuverk sem unnin voru í Evrópu á árunum 2015 og 2016 leiði í ljós breytingu hvað varðar ásetning, skotmörk, aðferðir og getu hryðjuverkamanna til að valda miklu manntjóni í borgum í álfunni. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum breytt áherslum sínum til að bregðast við þessari ógn. „Síðastliðin þrjú ár er búin að vera mikil aðgerðaþjálfun fyrir lögreglumenn auk þess sem tækjabúnaður lögreglu í landinu hefur verið aukinn og færður nær lögreglumönnunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér á landi eru haldnir fjölmennir viðburðir, þó sérstaklega yfir sumartímann, og í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu er spurning hvort öryggi almennings á þessum viðburðum sé tryggt fyrir þessari ógn. „Þessar hátíðir sem verða núna, þá munum við óska eftir mati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem að við getum gripið til,“ segir Ásgeir. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint sé frá í skýrslunni, er niðurstaða deildarinnar sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi. Ásgeir segir að lögreglan þurfi alltaf að finna leið til þess að gæta öryggi borgaranna á stórum viðburðum og á móti gæta þess að skyggja ekki á hátíðarhöldin. Undanfarið hefur lögreglan vakið athygli skipuleggjenda viðburða af þessari ógn sem vofir yfir. „Við erum að endurskoða okkar áætlanir og okkar viðbrögð,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að skoða þurfi frekar hvernig, til dæmis miðborginni sé lokað fyrir umferð ökutækja þegar stórir viðburðir eru haldnir. „Það er kannski hægt að breyta efniviðunum í lokunum. Kannski setja fastari lokanir heldur en hefur verið og þeir möguleikar verða að sjálfsögðu skoðaðir,“ segir Ásgeir.Er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ef það verður svona atburður hér á landi eins og gerðist í Bretlandi um helgina?„Það verður alltaf erfitt að takast á við svona atburð. Það verður ekkert lögreglulið tilbúið til þess að takast á við svona atburð. Þetta snýst um það að viðbragðið sé sem best og fljótast, segir Ásgeir.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira