7000 milljarða tilboði Breta vel tekið í Brussel Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:27 Það má ýmislegt gera við 6750 milljarða. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að greiða Evrópusambandinu allt að 55 milljarða evra, eða 6750 milljarða íslenskra króna, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þó enginn samningur liggi fyrir um málið að svo stöddu segir stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins að tilboðinu hafi verið nokkuð vel tekið af samninganefnd Evrópusambandsins. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá tilboðinu nú í morgun og sagði til að mynda The Guardian að fallist hafi verið á breska tilboðið í Brussel. Svo virðist þó ekki vera og hafa stjórnvöld í Lundúnum borið þær fregnir til baka. Guardian hefur að sama skapi endurskrifað frétt sína. Greiðsla Breta til Evrópusambandsins eftir útgönguna hefur verið stórt þrætuepli í viðræðunum sem nú standa yfir. Bresk stjórnvöld viðurkenna að þau beri fjárhagslegar skyldur gagnvart sambandinu en samninganefndirnar hafa verið ósammála um hversu miklar þær eru. Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í september síðastliðnum að Bretland myndi ekki greiða meira en 20 milljarða evra, um 2500 milljarða króna, og krafðist Evrópusambandið hærri greiðslu. Greiðslunni er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði við hlutdeild Breta í eftirlaunagreiðslum starfsfólks Evrópusambandsins, einhver ár fram í tímann. Þá er greiðslunni jafnframt ætlað að tryggja framtíð stórra uppbyggingarverkefni sem fallist var á meðan Bretar voru enn í Evrópusambandinu en taka ekki að rísa fyrr en þeir hafa sagt sig úr því. Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33 Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að greiða Evrópusambandinu allt að 55 milljarða evra, eða 6750 milljarða íslenskra króna, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þó enginn samningur liggi fyrir um málið að svo stöddu segir stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins að tilboðinu hafi verið nokkuð vel tekið af samninganefnd Evrópusambandsins. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá tilboðinu nú í morgun og sagði til að mynda The Guardian að fallist hafi verið á breska tilboðið í Brussel. Svo virðist þó ekki vera og hafa stjórnvöld í Lundúnum borið þær fregnir til baka. Guardian hefur að sama skapi endurskrifað frétt sína. Greiðsla Breta til Evrópusambandsins eftir útgönguna hefur verið stórt þrætuepli í viðræðunum sem nú standa yfir. Bresk stjórnvöld viðurkenna að þau beri fjárhagslegar skyldur gagnvart sambandinu en samninganefndirnar hafa verið ósammála um hversu miklar þær eru. Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í september síðastliðnum að Bretland myndi ekki greiða meira en 20 milljarða evra, um 2500 milljarða króna, og krafðist Evrópusambandið hærri greiðslu. Greiðslunni er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði við hlutdeild Breta í eftirlaunagreiðslum starfsfólks Evrópusambandsins, einhver ár fram í tímann. Þá er greiðslunni jafnframt ætlað að tryggja framtíð stórra uppbyggingarverkefni sem fallist var á meðan Bretar voru enn í Evrópusambandinu en taka ekki að rísa fyrr en þeir hafa sagt sig úr því.
Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33 Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33
Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00
Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00