Sigmundur Davíð: Margt á eftir að skýrast á næstunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2017 17:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl. Vísir/Anton Brink „Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni. Eitt ár er liðið frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum, sem fjallað var um í Kastljósi. Sjálfur segist hann ekki hafa hugsað út í hvaða dagur væri enda sé hann sér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn, líkt og hann orðar það. „Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og að fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að hægt sé að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi. „Og við getum haldið áfram að ná árangri jafnvel þótt það geti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur,“ segir hann og bætir við að hann muni halda áfram að berjast fyrir Ísland. Vilja að Sigmundur kljúfi sig frá Framsókn Hvað Sigmundur á við skal ósagt látið en hann hefur verið hvattur til þess að kljúfa sig frá Framsókn og stofna nýjan flokk. Var það meðal annars til umfjöllunar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og Framsóknarmaður, segir hóp Framsóknarmanna vilja að Sigmundur stofni eigin flokk. „Eftir að hafa setið flokksþingið og sjá hvernig framkvæmdin var á formannskjörinu ,erum við fjölmargir Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur farið með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt og margt hefur komið í ljós síðan,“ segir Gunnar. „Öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá er flokkseigendafélagið, það er klíkan.“ Gunnar Kristinn segir að hópi gamalgróinna Framsóknarmanna sé misboðið. Flokkurinn sé klofinn og að ef ekkert verði að gert muni hann missa mest allt sitt fylgi, og nefnir Samfylkinguna í því samhengi. „Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem var í flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund Davíð jafnvel, flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð og mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til að taka ákvarðanir til þess að bjarga hugsjóninni,“ segir Gunnar. Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
„Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni. Eitt ár er liðið frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum, sem fjallað var um í Kastljósi. Sjálfur segist hann ekki hafa hugsað út í hvaða dagur væri enda sé hann sér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn, líkt og hann orðar það. „Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og að fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að hægt sé að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi. „Og við getum haldið áfram að ná árangri jafnvel þótt það geti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur,“ segir hann og bætir við að hann muni halda áfram að berjast fyrir Ísland. Vilja að Sigmundur kljúfi sig frá Framsókn Hvað Sigmundur á við skal ósagt látið en hann hefur verið hvattur til þess að kljúfa sig frá Framsókn og stofna nýjan flokk. Var það meðal annars til umfjöllunar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og Framsóknarmaður, segir hóp Framsóknarmanna vilja að Sigmundur stofni eigin flokk. „Eftir að hafa setið flokksþingið og sjá hvernig framkvæmdin var á formannskjörinu ,erum við fjölmargir Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur farið með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt og margt hefur komið í ljós síðan,“ segir Gunnar. „Öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá er flokkseigendafélagið, það er klíkan.“ Gunnar Kristinn segir að hópi gamalgróinna Framsóknarmanna sé misboðið. Flokkurinn sé klofinn og að ef ekkert verði að gert muni hann missa mest allt sitt fylgi, og nefnir Samfylkinguna í því samhengi. „Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem var í flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund Davíð jafnvel, flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð og mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til að taka ákvarðanir til þess að bjarga hugsjóninni,“ segir Gunnar. Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42