Sprengjuárásin í Dortmund: Telja að knattspyrnuliðið hafi verið skotmarkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2017 22:11 Frá blaðamannafundi lögreglunnar í kvöld. vísir/getty Þýska lögreglan telur að sprengjurnar þrjár sem sprungu við rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í kvöld hafi verið beint að liðinu sjálfu, það hafi verið skotmarkið. Sprengjuárásin var gerð á rútuna þegar liðið var á leið á Signal Iduna-leikvanginn í Dortmund þar sem það átti leik á móti franska liðinu Monaco í átta liða-úrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum var frestað þangað til á morgun. Einn leikmaður liðsins, spænski landsliðsmaðurinn Marc Bartra, var fluttur á spítala þar sem hann meiddist á hendi en aðra leikmenn Dortmund sakaði ekki. Rúður sprungu í rútunni við sprengingarnar og þá sprungu dekk rútunnar einnig. Á blaðamannafundi í kvöld sagði lögreglan að fyrstu vísbendingar bentu til að þarna hefði verið gerð árás með hættulegum sprengiefnum. Þá sagði saksóknari að bréf sem fannst nærri vettvangi árásarinnar væri nú til rannsóknar en svo virðist sem í því sé lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan vildi þó ekkert frekar tjá sig um innihald bréfsins fyrr en það hafi verið rannsakað frekar. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Formaður Borussia Dortmund Hans-Joachim Watzke sagði í samtali við fjölmiðla að liðið væri í áfalli vegna árásarinnar. „Þú gleymir ekki svona hlutum svo glatt. Ég vona að liðið geti keppt á morgun en á stundum sem þessum þá þjappar Borussia sér saman.“ Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Þýska lögreglan telur að sprengjurnar þrjár sem sprungu við rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í kvöld hafi verið beint að liðinu sjálfu, það hafi verið skotmarkið. Sprengjuárásin var gerð á rútuna þegar liðið var á leið á Signal Iduna-leikvanginn í Dortmund þar sem það átti leik á móti franska liðinu Monaco í átta liða-úrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum var frestað þangað til á morgun. Einn leikmaður liðsins, spænski landsliðsmaðurinn Marc Bartra, var fluttur á spítala þar sem hann meiddist á hendi en aðra leikmenn Dortmund sakaði ekki. Rúður sprungu í rútunni við sprengingarnar og þá sprungu dekk rútunnar einnig. Á blaðamannafundi í kvöld sagði lögreglan að fyrstu vísbendingar bentu til að þarna hefði verið gerð árás með hættulegum sprengiefnum. Þá sagði saksóknari að bréf sem fannst nærri vettvangi árásarinnar væri nú til rannsóknar en svo virðist sem í því sé lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögreglan vildi þó ekkert frekar tjá sig um innihald bréfsins fyrr en það hafi verið rannsakað frekar. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Formaður Borussia Dortmund Hans-Joachim Watzke sagði í samtali við fjölmiðla að liðið væri í áfalli vegna árásarinnar. „Þú gleymir ekki svona hlutum svo glatt. Ég vona að liðið geti keppt á morgun en á stundum sem þessum þá þjappar Borussia sér saman.“
Tengdar fréttir Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. 11. apríl 2017 18:30