Stakk mann í höfuðið vegna deilna um bíl Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. apríl 2017 13:13 Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er að hafa stungið annan mann í höfuðið aðfararnótt 5. mars. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er að hafa stungið annan mann í höfuðið aðfararnótt 5. mars. Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 4. maí næstkomandi. Í greinargerð lögreglu kemur fram að embætti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki málið sem tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás. Í úrskurðinum segir að hinn ákærði hafi fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni tveimur dögum áður en neitað að skilja henni til baka. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en hún hafi ekki þorað að hitta manninn ein og því hafi annar vinur hennar boðist til að fara með henni. Þegar maðurinn var krafinn um lyklana að bílnum hafi komið til átaka milli mannanna tveggja og sá ákærði tekið upp hníf og stungið brotaþola í höfuðið. Í framhaldi tók blóð að spýtast úr höfðinu á brotaþola, sem kom sér í burtu og hringdi í vinkonu sína og hún farið með hann á slysadeild. Við komu á slysadeild komi í ljós að maðurinn var með alvarlega stunguáverka og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. „Hafi það verið mat vakthafandi læknis á heila og taugadeild LSH að ef eggvopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn hafi getað leitt til mikils varanlegs tjóns og jafnvel dauða,“ segir í úrskurðinum.Brotaþoli sást ganga burt með hnífinn Hinn ákærði hefur neitað sök í málinu. Hann segist þó kannast vð að hafa mælt sér mót við konuna og að brotaþoli hafi komið með henni. Hann segir þó að brotaþoli hafi ráðist á sig vopnaður hníf og að þegar hann hafi verið að reyna að koma í veg fyrir að vera stunginn hafi hnífurinn fari í höfuð brotaþola. Vitnisburðum konunnar og brotaþola bar saman að mestu leyti en þann 8. mars óskaði hún eftir að fá að gefa skýrslu á ný. Hún hélt sig við fyrri vitnisburð sinn en vildi taka fram að það hafi verið brotaþoli sem kom með hnífinn á vettvang og hafi verið með hnífinn í vasanum. „Í átökunum við kærða hafi hnífurinn hinsvegar dottið úr vasa brotaþola og kærði tekið hann upp í framhaldi og stungið brotaþola í hausinn með hnífnum. Eftir að hafa stungið brotaþola hafi kærði hent hnífnum í burtu.“ Þá hafa vitni, sem búa skammt frá, lýst því að hafa séð brotaþola ganga í burtu með stórt sár á höfðinu og líklega með hníf í hendinni. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en síðan vegna almannahagsmuna til 4. maí næstkomandi. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er að hafa stungið annan mann í höfuðið aðfararnótt 5. mars. Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 4. maí næstkomandi. Í greinargerð lögreglu kemur fram að embætti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki málið sem tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás. Í úrskurðinum segir að hinn ákærði hafi fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni tveimur dögum áður en neitað að skilja henni til baka. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en hún hafi ekki þorað að hitta manninn ein og því hafi annar vinur hennar boðist til að fara með henni. Þegar maðurinn var krafinn um lyklana að bílnum hafi komið til átaka milli mannanna tveggja og sá ákærði tekið upp hníf og stungið brotaþola í höfuðið. Í framhaldi tók blóð að spýtast úr höfðinu á brotaþola, sem kom sér í burtu og hringdi í vinkonu sína og hún farið með hann á slysadeild. Við komu á slysadeild komi í ljós að maðurinn var með alvarlega stunguáverka og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. „Hafi það verið mat vakthafandi læknis á heila og taugadeild LSH að ef eggvopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn hafi getað leitt til mikils varanlegs tjóns og jafnvel dauða,“ segir í úrskurðinum.Brotaþoli sást ganga burt með hnífinn Hinn ákærði hefur neitað sök í málinu. Hann segist þó kannast vð að hafa mælt sér mót við konuna og að brotaþoli hafi komið með henni. Hann segir þó að brotaþoli hafi ráðist á sig vopnaður hníf og að þegar hann hafi verið að reyna að koma í veg fyrir að vera stunginn hafi hnífurinn fari í höfuð brotaþola. Vitnisburðum konunnar og brotaþola bar saman að mestu leyti en þann 8. mars óskaði hún eftir að fá að gefa skýrslu á ný. Hún hélt sig við fyrri vitnisburð sinn en vildi taka fram að það hafi verið brotaþoli sem kom með hnífinn á vettvang og hafi verið með hnífinn í vasanum. „Í átökunum við kærða hafi hnífurinn hinsvegar dottið úr vasa brotaþola og kærði tekið hann upp í framhaldi og stungið brotaþola í hausinn með hnífnum. Eftir að hafa stungið brotaþola hafi kærði hent hnífnum í burtu.“ Þá hafa vitni, sem búa skammt frá, lýst því að hafa séð brotaþola ganga í burtu með stórt sár á höfðinu og líklega með hníf í hendinni. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en síðan vegna almannahagsmuna til 4. maí næstkomandi.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira