Innlent

Fleiri Panamamál rannsökuð

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri
Af þeim 34 málum sem tekin hafa verið til formlegrar rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattalagabrot sem tengjast Panamaskjölunum hefur rannsókn verið lokið í fimm málum.

Í skriflegu svari skattrannsóknarstjóra til Fréttablaðsins kemur fram að tveimur málanna hafi verið vísað til héraðssaksóknara auk þess sem krafa hafi verið sett fram um sekt hjá yfirskattanefnd í þriðja málinu. Rannsókn í sjö málum er á lokastigi.

Rannsókn á átta málum hefur verið felld niður, meðal annars vegna þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti. Rannsóknir í 14 málum standa yfir.

Að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra er fyrirséð að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum þar sem grunur liggur nú fyrir um brot.

Vanframtalinn skattstofn nemur frá tugum milljóna króna til hundraða milljóna króna, að því er Bryndís greinir frá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×