Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2017 16:15 Guðni Bergsson ætlar að ráða yfirmann knattspyrnumála. Það þarf að undirbúa vel og verður ekki gert á næstunni. Mynd/Hilmar Þór Pálma Jónssyni, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið sagt upp störfum hjá sambandinu. Pálmi fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu hjá KSÍ fyrr á árinu en síðasti starfsdagur hans var í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kom uppsögnin samstarfsmönnum Pálma, núverandi sem fyrrverandi á óvart enda einn reynslumesti starfsmaður skrifstofunnar.Staðan auglýst um helgina Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að gerður hafi verið starfsflokasamningur við Pálma. Blaðamanni lék forvitni á að leika hvort frekari breytingar væru í farvatninu á skrifstofu KSÍ eða hvert framhaldið yrði. „Staðan verður auglýst um helgina og svo sjáum við til. Það fer í eðlilega framvindu,“ segir Guðni. Má segja að það heyri til nokkura tíðinda að til standi að auglýsa laust starf hjá KSÍ. Allur gangur hefur verið á því hvernig staðið hefur verið að ráðningum þar í gegnum tíðina.Kortinu stolið í Sviss Pálmi, hefur sem fyrr segir starfað lengi á skrifstofu KSÍ. Hann komst í fréttirnar haustið 2009 þegar upp komst að hann stæði í málaferlum í Sviss til að endurheimta milljónir sem teknar voru útaf kreditkorti KSÍ á strippstað í Sviss. Atvikið átti sér raunar stað fjórum árum fyrr en upplýstist ekki fyrr en svissneskir blaðamenn komust á snoðir um málið. Stjórn KSÍ hafði aldrei verið upplýst um málið heldur ákváðu þáverandi formaður Eggert Magnússon og framkvæmdastjórinn Geir Þorsteinsson að halda málinu fyrir sig. Geir varð síðar formaður í áratug og tók Guðni við formennsku af honum í febrúar. Eitt af helstu stefnumálum Guðna var ráðning á yfirmanni knattspyrnumála til KSÍ. Yfirmaður knattspyrnumála ekki ráðinn á næstunni „Það var eitt af þeim málum sem ég lagði til, það hefur ekkert breyst. Það má segja að það sé í ágætri skoðun og vinnslu. Maður er auðvitað að fara vel yfir málið og starfið hérna hjá KSÍ. Það er minn vilji og hugmynd að leggja þetta til þegar fram líða stundir þegar búið er að undirbúa málið vel,“ segir Guðni. Ekki megi því reikna með ráðningu í starf yfirmanns knattspyrnumála á næstunni þó það standi sannarlega til. „Þetta er bara mál sem maður vill fara vel í saumana á með mínu fólki í skrifstofunni og í stjórninni,“ segir Guðni sem einnig vill horfa til nágrannaþjóðanna og þeirra reynslu af stöðunni. Tengdar fréttir Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Pálma Jónssyni, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið sagt upp störfum hjá sambandinu. Pálmi fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu hjá KSÍ fyrr á árinu en síðasti starfsdagur hans var í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kom uppsögnin samstarfsmönnum Pálma, núverandi sem fyrrverandi á óvart enda einn reynslumesti starfsmaður skrifstofunnar.Staðan auglýst um helgina Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að gerður hafi verið starfsflokasamningur við Pálma. Blaðamanni lék forvitni á að leika hvort frekari breytingar væru í farvatninu á skrifstofu KSÍ eða hvert framhaldið yrði. „Staðan verður auglýst um helgina og svo sjáum við til. Það fer í eðlilega framvindu,“ segir Guðni. Má segja að það heyri til nokkura tíðinda að til standi að auglýsa laust starf hjá KSÍ. Allur gangur hefur verið á því hvernig staðið hefur verið að ráðningum þar í gegnum tíðina.Kortinu stolið í Sviss Pálmi, hefur sem fyrr segir starfað lengi á skrifstofu KSÍ. Hann komst í fréttirnar haustið 2009 þegar upp komst að hann stæði í málaferlum í Sviss til að endurheimta milljónir sem teknar voru útaf kreditkorti KSÍ á strippstað í Sviss. Atvikið átti sér raunar stað fjórum árum fyrr en upplýstist ekki fyrr en svissneskir blaðamenn komust á snoðir um málið. Stjórn KSÍ hafði aldrei verið upplýst um málið heldur ákváðu þáverandi formaður Eggert Magnússon og framkvæmdastjórinn Geir Þorsteinsson að halda málinu fyrir sig. Geir varð síðar formaður í áratug og tók Guðni við formennsku af honum í febrúar. Eitt af helstu stefnumálum Guðna var ráðning á yfirmanni knattspyrnumála til KSÍ. Yfirmaður knattspyrnumála ekki ráðinn á næstunni „Það var eitt af þeim málum sem ég lagði til, það hefur ekkert breyst. Það má segja að það sé í ágætri skoðun og vinnslu. Maður er auðvitað að fara vel yfir málið og starfið hérna hjá KSÍ. Það er minn vilji og hugmynd að leggja þetta til þegar fram líða stundir þegar búið er að undirbúa málið vel,“ segir Guðni. Ekki megi því reikna með ráðningu í starf yfirmanns knattspyrnumála á næstunni þó það standi sannarlega til. „Þetta er bara mál sem maður vill fara vel í saumana á með mínu fólki í skrifstofunni og í stjórninni,“ segir Guðni sem einnig vill horfa til nágrannaþjóðanna og þeirra reynslu af stöðunni.
Tengdar fréttir Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45