Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2017 16:15 Guðni Bergsson ætlar að ráða yfirmann knattspyrnumála. Það þarf að undirbúa vel og verður ekki gert á næstunni. Mynd/Hilmar Þór Pálma Jónssyni, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið sagt upp störfum hjá sambandinu. Pálmi fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu hjá KSÍ fyrr á árinu en síðasti starfsdagur hans var í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kom uppsögnin samstarfsmönnum Pálma, núverandi sem fyrrverandi á óvart enda einn reynslumesti starfsmaður skrifstofunnar.Staðan auglýst um helgina Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að gerður hafi verið starfsflokasamningur við Pálma. Blaðamanni lék forvitni á að leika hvort frekari breytingar væru í farvatninu á skrifstofu KSÍ eða hvert framhaldið yrði. „Staðan verður auglýst um helgina og svo sjáum við til. Það fer í eðlilega framvindu,“ segir Guðni. Má segja að það heyri til nokkura tíðinda að til standi að auglýsa laust starf hjá KSÍ. Allur gangur hefur verið á því hvernig staðið hefur verið að ráðningum þar í gegnum tíðina.Kortinu stolið í Sviss Pálmi, hefur sem fyrr segir starfað lengi á skrifstofu KSÍ. Hann komst í fréttirnar haustið 2009 þegar upp komst að hann stæði í málaferlum í Sviss til að endurheimta milljónir sem teknar voru útaf kreditkorti KSÍ á strippstað í Sviss. Atvikið átti sér raunar stað fjórum árum fyrr en upplýstist ekki fyrr en svissneskir blaðamenn komust á snoðir um málið. Stjórn KSÍ hafði aldrei verið upplýst um málið heldur ákváðu þáverandi formaður Eggert Magnússon og framkvæmdastjórinn Geir Þorsteinsson að halda málinu fyrir sig. Geir varð síðar formaður í áratug og tók Guðni við formennsku af honum í febrúar. Eitt af helstu stefnumálum Guðna var ráðning á yfirmanni knattspyrnumála til KSÍ. Yfirmaður knattspyrnumála ekki ráðinn á næstunni „Það var eitt af þeim málum sem ég lagði til, það hefur ekkert breyst. Það má segja að það sé í ágætri skoðun og vinnslu. Maður er auðvitað að fara vel yfir málið og starfið hérna hjá KSÍ. Það er minn vilji og hugmynd að leggja þetta til þegar fram líða stundir þegar búið er að undirbúa málið vel,“ segir Guðni. Ekki megi því reikna með ráðningu í starf yfirmanns knattspyrnumála á næstunni þó það standi sannarlega til. „Þetta er bara mál sem maður vill fara vel í saumana á með mínu fólki í skrifstofunni og í stjórninni,“ segir Guðni sem einnig vill horfa til nágrannaþjóðanna og þeirra reynslu af stöðunni. Tengdar fréttir Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Pálma Jónssyni, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið sagt upp störfum hjá sambandinu. Pálmi fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu hjá KSÍ fyrr á árinu en síðasti starfsdagur hans var í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kom uppsögnin samstarfsmönnum Pálma, núverandi sem fyrrverandi á óvart enda einn reynslumesti starfsmaður skrifstofunnar.Staðan auglýst um helgina Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að gerður hafi verið starfsflokasamningur við Pálma. Blaðamanni lék forvitni á að leika hvort frekari breytingar væru í farvatninu á skrifstofu KSÍ eða hvert framhaldið yrði. „Staðan verður auglýst um helgina og svo sjáum við til. Það fer í eðlilega framvindu,“ segir Guðni. Má segja að það heyri til nokkura tíðinda að til standi að auglýsa laust starf hjá KSÍ. Allur gangur hefur verið á því hvernig staðið hefur verið að ráðningum þar í gegnum tíðina.Kortinu stolið í Sviss Pálmi, hefur sem fyrr segir starfað lengi á skrifstofu KSÍ. Hann komst í fréttirnar haustið 2009 þegar upp komst að hann stæði í málaferlum í Sviss til að endurheimta milljónir sem teknar voru útaf kreditkorti KSÍ á strippstað í Sviss. Atvikið átti sér raunar stað fjórum árum fyrr en upplýstist ekki fyrr en svissneskir blaðamenn komust á snoðir um málið. Stjórn KSÍ hafði aldrei verið upplýst um málið heldur ákváðu þáverandi formaður Eggert Magnússon og framkvæmdastjórinn Geir Þorsteinsson að halda málinu fyrir sig. Geir varð síðar formaður í áratug og tók Guðni við formennsku af honum í febrúar. Eitt af helstu stefnumálum Guðna var ráðning á yfirmanni knattspyrnumála til KSÍ. Yfirmaður knattspyrnumála ekki ráðinn á næstunni „Það var eitt af þeim málum sem ég lagði til, það hefur ekkert breyst. Það má segja að það sé í ágætri skoðun og vinnslu. Maður er auðvitað að fara vel yfir málið og starfið hérna hjá KSÍ. Það er minn vilji og hugmynd að leggja þetta til þegar fram líða stundir þegar búið er að undirbúa málið vel,“ segir Guðni. Ekki megi því reikna með ráðningu í starf yfirmanns knattspyrnumála á næstunni þó það standi sannarlega til. „Þetta er bara mál sem maður vill fara vel í saumana á með mínu fólki í skrifstofunni og í stjórninni,“ segir Guðni sem einnig vill horfa til nágrannaþjóðanna og þeirra reynslu af stöðunni.
Tengdar fréttir Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði