Guðbjörg: Ef einhver hnerraði einhvers staðar þá var aukaspyrna Elías Orri Njarðarson skrifar 22. júlí 2017 19:59 Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð vaktina í marki Íslands í 2-1 tapi á móti Sviss á Evrópumótinu í Hollandi. Ísland fékk á sig tvö mörk í leiknum en aðspurð um mörkin fannst henni þau vera mjög álíka. Guðbjörg fór yfir mörkin með Tómasi Þór Þórðarsyni eftir leik. „Þau voru mjög álíka hvor öðru, þær komast upp að endalínu og gefa boltann út og skora. Í fyrra markinu veit ég ekki hvort ég átti að vera sneggri að koma út. Þetta er svo týpískt svona; boltinn fer í olnbogann á mér og niður, ég sá ekki hvernig hann fór inn, ég var með á tilfinningunni að ég hafi náð að halda boltanum réttu megin við línuna en eins og margt annað í þessu móti þá fellur það bara ekki með okkur. Svo átta ég mig ekki á hvað gerðsist í öðru markinu, ég geri mér ekki grein fyrir hvernig ég var staðsett, hvort ég hafi átt að vera framar eða aftar, ég þarf bara að sjá þetta á vídeói,“ sagði Guðbjörg. Leikurinn var kannski ekki alveg sá skemmtilegasti til að horfa á en dómari leiksins eyddi oft miklum tíma í að stoppa leikinn en Guðbjörg var sammála því. „Þetta var erfitt fyrir mann sem spilara, ég er í marki og leikurinn var oft stopp og það er svo erfitt að komast svona lítið í takt við boltann. Í leiknum á móti Frökkum var ég af og til að taka niður fyrirgjafir og var miklu meira inn í leiknum allan tímann, ég held að ég hafi ekki snert boltann fyrsta korterið í leiknum. Þegar að þær skora fyrsta markið er ég varla búin að snerta boltann með höndum. Þá er erfitt að halda fókus og auðvitað vill maður geta bjargað liðinu þegar á því þarf, þannig að mér fannst þetta hrikalega erfiður leikur til að spila og finnst ég einhvernvegin ekki hafa getað gert hrikalega mikið en ég fékk á mig tvö mörk og gerði einhvernveginn ekki neitt. Þannig þetta var erfitt,“ sagði Guðbjörg. Leikmenn Sviss náðu oft í leiknum að plata dómara leiksins í gildrur og fengu ódýrar aukaspyrnur með því að fleygja sér niður á völlinn við litla hrifningu Íslendinga. „Ég er eiginlega bara alveg orðlaus yfir hvernig þessi leikur var - hann var stopp jafn mikið og boltinn var í leik. Ef boltinn var í leik þá var það útaf því að það var útspark eða innkast. Þetta var ekki fínn fótbolti. Upplifunin var þannig að t.d. ef að Sif var að taka innkast, þá var bara búið að flauta áður en að Sif væri búin að kasta boltanum og enginn sá afhverju, þannig mér leið nánast eins og að ef einhver hnerraði einhvers staðar þá var aukaspyrna. Við vorum ekki alveg með dómarann á okkar bandi en það er ekki okkar stíll að vera að klaga í dómarann en hann var allavega ekki með okkur í dag,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð vaktina í marki Íslands í 2-1 tapi á móti Sviss á Evrópumótinu í Hollandi. Ísland fékk á sig tvö mörk í leiknum en aðspurð um mörkin fannst henni þau vera mjög álíka. Guðbjörg fór yfir mörkin með Tómasi Þór Þórðarsyni eftir leik. „Þau voru mjög álíka hvor öðru, þær komast upp að endalínu og gefa boltann út og skora. Í fyrra markinu veit ég ekki hvort ég átti að vera sneggri að koma út. Þetta er svo týpískt svona; boltinn fer í olnbogann á mér og niður, ég sá ekki hvernig hann fór inn, ég var með á tilfinningunni að ég hafi náð að halda boltanum réttu megin við línuna en eins og margt annað í þessu móti þá fellur það bara ekki með okkur. Svo átta ég mig ekki á hvað gerðsist í öðru markinu, ég geri mér ekki grein fyrir hvernig ég var staðsett, hvort ég hafi átt að vera framar eða aftar, ég þarf bara að sjá þetta á vídeói,“ sagði Guðbjörg. Leikurinn var kannski ekki alveg sá skemmtilegasti til að horfa á en dómari leiksins eyddi oft miklum tíma í að stoppa leikinn en Guðbjörg var sammála því. „Þetta var erfitt fyrir mann sem spilara, ég er í marki og leikurinn var oft stopp og það er svo erfitt að komast svona lítið í takt við boltann. Í leiknum á móti Frökkum var ég af og til að taka niður fyrirgjafir og var miklu meira inn í leiknum allan tímann, ég held að ég hafi ekki snert boltann fyrsta korterið í leiknum. Þegar að þær skora fyrsta markið er ég varla búin að snerta boltann með höndum. Þá er erfitt að halda fókus og auðvitað vill maður geta bjargað liðinu þegar á því þarf, þannig að mér fannst þetta hrikalega erfiður leikur til að spila og finnst ég einhvernvegin ekki hafa getað gert hrikalega mikið en ég fékk á mig tvö mörk og gerði einhvernveginn ekki neitt. Þannig þetta var erfitt,“ sagði Guðbjörg. Leikmenn Sviss náðu oft í leiknum að plata dómara leiksins í gildrur og fengu ódýrar aukaspyrnur með því að fleygja sér niður á völlinn við litla hrifningu Íslendinga. „Ég er eiginlega bara alveg orðlaus yfir hvernig þessi leikur var - hann var stopp jafn mikið og boltinn var í leik. Ef boltinn var í leik þá var það útaf því að það var útspark eða innkast. Þetta var ekki fínn fótbolti. Upplifunin var þannig að t.d. ef að Sif var að taka innkast, þá var bara búið að flauta áður en að Sif væri búin að kasta boltanum og enginn sá afhverju, þannig mér leið nánast eins og að ef einhver hnerraði einhvers staðar þá var aukaspyrna. Við vorum ekki alveg með dómarann á okkar bandi en það er ekki okkar stíll að vera að klaga í dómarann en hann var allavega ekki með okkur í dag,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira