Her Búrma segist saklaus Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 23:25 Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Vísir/AFP Her Búrma, sem gengur einnig undir nafninu Mjanmar, segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Þetta er niðurstaða innri rannsóknar hersins sem sannar sakleysi hans í Rakhine-héraði. Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands, samkvæmt frétt BBC.Þetta segir herinn að hafi verið staðfest í samtölum við þúsundir íbúa héraðsins. Niðurstöður innri rannsóknar hersins voru birtar á Facebook í dag.Niðurstöðurnar eru þvert á ásakanir Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasamtaka og fjölmiðla. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að aðgerðir hersins gegn rohingjafólkinu sé „skólabókardæmi um þjóðernishreinsun“.HvítþvotturAmnesty International segir að rannsókn hersins sé hvítþvottur og sakar herinn um glæpi gegn mannkyninu. Samtökin kalla eftir því að rannsakendum Sameinuðu þjóðanna verði hleypt til svæðisins og alþjóðasamfélagið taki á aðgerðum hersins í Búrma.Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Yfirvöld Búrma hafa verið sökuð um þjóðernishreinsanir og að reyna að reka rohingjafólkið frá landinu. Blaðamaður BBC varð vitni af því þegar heimamenn kveiktu í þorpi rohingjamúslima fyrir framan lögregluþjóna. Þá hafa fjölmiðlar rætt við fjölda fólks sem hefur lýst ódæðum eins og morðum, nauðgunum og ýmsu öðru. Margir sem flúðu til Bangladess voru særðir þegar þeir komust þangað. Fólkið hefur sagt að her Búrma og æstir múgar búddista hafi brennt heilu þorpin og myrt fjölda fólks. Tengdar fréttir Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Her Búrma, sem gengur einnig undir nafninu Mjanmar, segir að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Þetta er niðurstaða innri rannsóknar hersins sem sannar sakleysi hans í Rakhine-héraði. Rúm hálf milljóna rohingjamúslima hafa flúið frá Búrma og halda nú til í flóttamannabúðum í Bangladess. Herinn, sem hefur verið sakaður um umfangsmikil ódæði og þjóðernishreinsanir, segir að „hryðjuverkamenn“ meðal rohingjafólksins hafi brennt heilu þorpin og skipað þjóðflokknum að yfirgefa heimili sín og flýja til annars lands, samkvæmt frétt BBC.Þetta segir herinn að hafi verið staðfest í samtölum við þúsundir íbúa héraðsins. Niðurstöður innri rannsóknar hersins voru birtar á Facebook í dag.Niðurstöðurnar eru þvert á ásakanir Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasamtaka og fjölmiðla. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að aðgerðir hersins gegn rohingjafólkinu sé „skólabókardæmi um þjóðernishreinsun“.HvítþvotturAmnesty International segir að rannsókn hersins sé hvítþvottur og sakar herinn um glæpi gegn mannkyninu. Samtökin kalla eftir því að rannsakendum Sameinuðu þjóðanna verði hleypt til svæðisins og alþjóðasamfélagið taki á aðgerðum hersins í Búrma.Rohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Yfirvöld Búrma hafa verið sökuð um þjóðernishreinsanir og að reyna að reka rohingjafólkið frá landinu. Blaðamaður BBC varð vitni af því þegar heimamenn kveiktu í þorpi rohingjamúslima fyrir framan lögregluþjóna. Þá hafa fjölmiðlar rætt við fjölda fólks sem hefur lýst ódæðum eins og morðum, nauðgunum og ýmsu öðru. Margir sem flúðu til Bangladess voru særðir þegar þeir komust þangað. Fólkið hefur sagt að her Búrma og æstir múgar búddista hafi brennt heilu þorpin og myrt fjölda fólks.
Tengdar fréttir Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Nærri því 400 þúsund rohingjamúslimar hafa flúið Flóttamannabúðir í Búrma anna ekki fjöldanum sem hefur flúið frá Búrma. 15. september 2017 15:30
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Leiðtogi Búrma hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að láta ómannúðlega meðferð á Rohingja-múslimum viðgangast. 30. september 2017 16:52