Styrkleikalistarnir eru klárir en Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt hinum tveimur Norðurlandaþjóðunum; Svíþjóð og Danmörku, en dregið verður í riðla 1. desember í Rússlandi.
Ísland getur aðeins verið með einni annarri Evrópuþjóð í riðli þannig að fari svo að Íslandi fái til dæmis Þýskaland úr efsta styrkleikaflokki geta strákarnir okkar ekki fengið Evrópuþjóð úr styrkleikaflokkum tvö og fjögur.
Pots announced for #WorldCup Final Drawhttps://t.co/Wr17mUox90pic.twitter.com/1BTSixQ05Z
— #WCQ (@FIFAWorldCup) November 16, 2017
En svo geta strákarnir okkar verið alveg einstaklega óheppnir og dregist í riðil með Brasilíu, Spáni og Nígeríu en allt kemur þetta í ljós 1. desember þegar að dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið.
Þangað til getur þú, lesandi góður, leikið þér að draga í riðla og sjá alla mögulega og ómögulega kosti sem eru í boði fyrir strákana okkar. Eina sem þú þarft að gera er að smella hér og ýta á „simulate draw“. Góða skemmtun.