Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 10:30 Aron Einar Gunnarsson og íslensku strákarnir fagna hér HM-sætinu. Vísir/Ernir Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sautján þjóðir eiga því að vera betri en Ísland en fjórtán lakari. Ísland verður í 22. sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Hann merkir HM-þjóðirnar sérstaklega eins og sjá má hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Það eru fjórar þjóðir sem sitja heima næsta sumar af þeim sem eru ofar en Ísland á þessum nýjasta FIFA-lista. Þetta eru Síle, Ítalía, Wales og Holland. Síle er í 10. sæti, Ítalía er í 14. sæti, Wales í 19. sæti og Holland er síðan í 20. sæti. Þessar fjórar þjóðir hljóta að öfunda okkur Íslendinga meira en allar aðrar enda mikið áfall fyrir svona virtar knattspyrnuþjóðir að fá ekki að vera með á stærsta sviðinu næsta sumar. Ísland er á milli Úrúgvæ og Senegal á þessum nóvemberlista. Serbía er eina Evrópuþjóðin sem er neðar en Ísland af þeim sem komust inn á HM 2018 í gegnum undankeppnina. Það vekur samt athygli að gestgjafar Rússa eru með lélegasta liðið á HM næsta sumar samkvæmt þessum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en næst slakastir eru síðan Sádí Arabar. Ísland gæti lent í riðli með þeim báðum.HM-þjóðir sem eru ofar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 1. Þýskaland 2. Brasilía 3. Portúgal 4. Argentína 5. Belgía 6. Spánn 7. Pólland 8. Sviss 9. Frakkland 11. Perú 12. Danmörk 13. Kólumbía 15. England 16. Mexíkó 17. Króatía 18. Svíþjóð 21. Úrúgvæ- Ísland er í 22. sæti á nýjum listaHM-þjóðir sem eru neðar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 23. Senegal 26. Kosta Ríka 27. Túnis 31. Egyptaland 32. Íran 37. Serbía 39. Ástralía 40. Marokkó 50. Nígería 55. Japan 56. Panama 59. Suður-Kórea 63. Sádí Arabía 65. Rússland Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sautján þjóðir eiga því að vera betri en Ísland en fjórtán lakari. Ísland verður í 22. sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Hann merkir HM-þjóðirnar sérstaklega eins og sjá má hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Það eru fjórar þjóðir sem sitja heima næsta sumar af þeim sem eru ofar en Ísland á þessum nýjasta FIFA-lista. Þetta eru Síle, Ítalía, Wales og Holland. Síle er í 10. sæti, Ítalía er í 14. sæti, Wales í 19. sæti og Holland er síðan í 20. sæti. Þessar fjórar þjóðir hljóta að öfunda okkur Íslendinga meira en allar aðrar enda mikið áfall fyrir svona virtar knattspyrnuþjóðir að fá ekki að vera með á stærsta sviðinu næsta sumar. Ísland er á milli Úrúgvæ og Senegal á þessum nóvemberlista. Serbía er eina Evrópuþjóðin sem er neðar en Ísland af þeim sem komust inn á HM 2018 í gegnum undankeppnina. Það vekur samt athygli að gestgjafar Rússa eru með lélegasta liðið á HM næsta sumar samkvæmt þessum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en næst slakastir eru síðan Sádí Arabar. Ísland gæti lent í riðli með þeim báðum.HM-þjóðir sem eru ofar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 1. Þýskaland 2. Brasilía 3. Portúgal 4. Argentína 5. Belgía 6. Spánn 7. Pólland 8. Sviss 9. Frakkland 11. Perú 12. Danmörk 13. Kólumbía 15. England 16. Mexíkó 17. Króatía 18. Svíþjóð 21. Úrúgvæ- Ísland er í 22. sæti á nýjum listaHM-þjóðir sem eru neðar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 23. Senegal 26. Kosta Ríka 27. Túnis 31. Egyptaland 32. Íran 37. Serbía 39. Ástralía 40. Marokkó 50. Nígería 55. Japan 56. Panama 59. Suður-Kórea 63. Sádí Arabía 65. Rússland
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira