Óvinsæl ríkisstjórn hlýtur að vera samvinnufús við stjórnarandstöðuna Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2017 19:15 Forystufólk í stjórnarandstöðu segir vel hægt að bæta meiri fjármunum til uppbyggingar heilbrigðis-, velferðar- og samgöngukerfisins en gert sé ráð fyrir í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn sem slegið hafi met í óvinsældum við upphaf kjörtímabils hljóti að verða samningsfús við stjórnarandstöðuna um breyttar áherslur. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar hér á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld og að henni lokinni fara fram almennar umræður. Ríkisstjórnin stefnir á að skila ríkissjóði með ríflegum afgangi á næsta ári eða 44 milljörðum króna og segist vera að bæta í framlög til velferðarmála, heilbrigðismála og menntamála. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksinssegir segir fátt koma á óvart við fjárlagafrumvarpið miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn gagnrýni sömu atriði nú og þegar fjármálaáætlunin var kynnt í vor. „Það er ekki hvað síst vegna þess að það er ríflegur afgangur. Umfram stefnuna. Ég held að það sé tækifæri og við framsóknarmenn teljum að það sé möguleiki núna að bæta í. Það er ekki þensla alls staðar á landinu. Ný skýrsla Byggðastofnunar sýnir það. Við teljum að það sé hægt að bæta í heilbrigðismálin, menntamálin, samgöngumálin. Ísland sé sterkara þegar landið sé allt sterkara en ekki einungis suðvesturhornið.“ Birgittu Jónsdóttur þingflokksformanni Pírata líst heldur ekki vel á fjárlagafrumvarpið og segir það ekki í samræmi við loforð stjórnarflokkanna fyrir kosningar. „Um að vera með ráðstafanir til að takast á við þau vandamál sem eru í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu. Ég held að það væri nær að verja þessum peningum í uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfi. Því það er svo dýrt þegar verið er að spara á vitlausan hátt. Það er dýrt að byggja upp,“ segir Birgitta. Sigurður Ingi segir vel geta verið að ríkisstjórnin leggi fjárlagafrumvarp fram með ríflegum afgangi til að hafa eitthvað til að spila úr í samræðum við þingið. Hins vegar sé mesta áskorunin framundan að gera kjarasaminga við opinbera starfsmenn. „Það eru nú svona stærstu áskoranirnar hvort við náum að halda sjó í þessu góðæri sem er. Og tryggja um leið að þeim sem sannarlega hafa borið of lítið úr bítum og hafa það ver en aðrir; við þurfum að taka á því,“ segir Sigurður sem heldur að áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gerti gert það að verkum að dauft verði yfir þinghaldi í haust. Birgitta segir ríkisstjórn með svo nauman meirihluta þurfa að semja um mál og vonandi verði hún samvinnufús, til að mynda varðandi stjórnarskrána og heilbrigðismálin. „Það byrjar ekki vel. Byrjaði í gær með úrskurði frá úrskurðarnefnd upplýsingamála um að það hafi verið gengið allt of langt í leyndarhyggju í dómsmálaráðuneytinu. Auðvitað er þetta erfitt fyrir ríkisstjórn sem er með svona rosalega lítinn stuðning úti í samfélaginu; þetta er náttúrlega nýtt met þegar kemur að því að hafa lítinn stuðning við upphaf kjörtímabils,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Forystufólk í stjórnarandstöðu segir vel hægt að bæta meiri fjármunum til uppbyggingar heilbrigðis-, velferðar- og samgöngukerfisins en gert sé ráð fyrir í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn sem slegið hafi met í óvinsældum við upphaf kjörtímabils hljóti að verða samningsfús við stjórnarandstöðuna um breyttar áherslur. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar hér á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld og að henni lokinni fara fram almennar umræður. Ríkisstjórnin stefnir á að skila ríkissjóði með ríflegum afgangi á næsta ári eða 44 milljörðum króna og segist vera að bæta í framlög til velferðarmála, heilbrigðismála og menntamála. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksinssegir segir fátt koma á óvart við fjárlagafrumvarpið miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn gagnrýni sömu atriði nú og þegar fjármálaáætlunin var kynnt í vor. „Það er ekki hvað síst vegna þess að það er ríflegur afgangur. Umfram stefnuna. Ég held að það sé tækifæri og við framsóknarmenn teljum að það sé möguleiki núna að bæta í. Það er ekki þensla alls staðar á landinu. Ný skýrsla Byggðastofnunar sýnir það. Við teljum að það sé hægt að bæta í heilbrigðismálin, menntamálin, samgöngumálin. Ísland sé sterkara þegar landið sé allt sterkara en ekki einungis suðvesturhornið.“ Birgittu Jónsdóttur þingflokksformanni Pírata líst heldur ekki vel á fjárlagafrumvarpið og segir það ekki í samræmi við loforð stjórnarflokkanna fyrir kosningar. „Um að vera með ráðstafanir til að takast á við þau vandamál sem eru í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu. Ég held að það væri nær að verja þessum peningum í uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfi. Því það er svo dýrt þegar verið er að spara á vitlausan hátt. Það er dýrt að byggja upp,“ segir Birgitta. Sigurður Ingi segir vel geta verið að ríkisstjórnin leggi fjárlagafrumvarp fram með ríflegum afgangi til að hafa eitthvað til að spila úr í samræðum við þingið. Hins vegar sé mesta áskorunin framundan að gera kjarasaminga við opinbera starfsmenn. „Það eru nú svona stærstu áskoranirnar hvort við náum að halda sjó í þessu góðæri sem er. Og tryggja um leið að þeim sem sannarlega hafa borið of lítið úr bítum og hafa það ver en aðrir; við þurfum að taka á því,“ segir Sigurður sem heldur að áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gerti gert það að verkum að dauft verði yfir þinghaldi í haust. Birgitta segir ríkisstjórn með svo nauman meirihluta þurfa að semja um mál og vonandi verði hún samvinnufús, til að mynda varðandi stjórnarskrána og heilbrigðismálin. „Það byrjar ekki vel. Byrjaði í gær með úrskurði frá úrskurðarnefnd upplýsingamála um að það hafi verið gengið allt of langt í leyndarhyggju í dómsmálaráðuneytinu. Auðvitað er þetta erfitt fyrir ríkisstjórn sem er með svona rosalega lítinn stuðning úti í samfélaginu; þetta er náttúrlega nýtt met þegar kemur að því að hafa lítinn stuðning við upphaf kjörtímabils,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00
Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45