Íhuga að kalla út þjóðvarðliðið vegna ólöglegra innflytjenda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 15:36 Meðlimir þjóðvarðliðs Bandaríkjanna. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump er nú að skoða að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða til þess að safna saman ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í ellefu blaðsíðna drögum að tillögu sem AP fréttaveitan hefur komist yfir. Samkvæmt drögunum myndu þjóðvarðliðarnir grípa til aðgerða í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum, ef ríkisstjórar þeirra samþykktu það. Talsmenn Hvíta hússins segja fregnirnar vera rangar. Um væri að ræða fordæmalausa hervæðingu löggæslustofnana sem snúa að ólöglegum innflytjendum. Þjóðvarðliðið hefur tekið þátt í innflytjendatengdum aðgerðum áður, en ekki af þessari stærðargráðu. Ríkin ellefu sem um ræðir eru þau fjögur sem eru við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó; Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Texas. Þar að auki yrðu sjö ríki sem liggja að fyrri fjórum ríkjunum inn í aðgerðunum. Þau eru Oregon, Nevada, Utah, Colorado, Oklahoma, Arkansas og Louisiana. Talið er að rúmlega ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda haldi til í Bandaríkjunum og nærri því helmingur þeirra býr í ríkjunum ellefu. Samkvæmt AP fréttaveitunni er skjalið dagsett þann 25. janúar og segir í því að meðlimir þjóðvarðliðsins gætu handtekið ólöglega innflytjendur og haldið þeim. Skjalið er sagt hafa verið í dreifingu meðal starfsmanna Homeland Security í tvær vikur. Talsmenn átta ríkisstjóra, af ellefu, segjast ekki hafa vitað af skjalinu enn.Segja fregnirnar vera alfarið rangar Michael Short, einn af talsmönnum Hvíta hússins, segir fréttirnar vera ósannar. Blaðamenn AP segjast þó hafa margsinnis reynt að fá Hvíta húsið til að tjá sig um skjalið áður en fréttin var birt, án árangurs. Sean Spicer, talsmaður Donald Trump, segir skjalið ekki hafa komið frá Hvíta húsinu og að þetta sé ekki til íhugunar. Hann segist þó ekki geta sagt að þetta hafi hvergi verið til umræðu innan stjórnsýslunnar.Not true. https://t.co/T8rA87kJaU— Michael C. Short (@MCShort45) February 17, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump er nú að skoða að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða til þess að safna saman ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í ellefu blaðsíðna drögum að tillögu sem AP fréttaveitan hefur komist yfir. Samkvæmt drögunum myndu þjóðvarðliðarnir grípa til aðgerða í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum, ef ríkisstjórar þeirra samþykktu það. Talsmenn Hvíta hússins segja fregnirnar vera rangar. Um væri að ræða fordæmalausa hervæðingu löggæslustofnana sem snúa að ólöglegum innflytjendum. Þjóðvarðliðið hefur tekið þátt í innflytjendatengdum aðgerðum áður, en ekki af þessari stærðargráðu. Ríkin ellefu sem um ræðir eru þau fjögur sem eru við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó; Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Texas. Þar að auki yrðu sjö ríki sem liggja að fyrri fjórum ríkjunum inn í aðgerðunum. Þau eru Oregon, Nevada, Utah, Colorado, Oklahoma, Arkansas og Louisiana. Talið er að rúmlega ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda haldi til í Bandaríkjunum og nærri því helmingur þeirra býr í ríkjunum ellefu. Samkvæmt AP fréttaveitunni er skjalið dagsett þann 25. janúar og segir í því að meðlimir þjóðvarðliðsins gætu handtekið ólöglega innflytjendur og haldið þeim. Skjalið er sagt hafa verið í dreifingu meðal starfsmanna Homeland Security í tvær vikur. Talsmenn átta ríkisstjóra, af ellefu, segjast ekki hafa vitað af skjalinu enn.Segja fregnirnar vera alfarið rangar Michael Short, einn af talsmönnum Hvíta hússins, segir fréttirnar vera ósannar. Blaðamenn AP segjast þó hafa margsinnis reynt að fá Hvíta húsið til að tjá sig um skjalið áður en fréttin var birt, án árangurs. Sean Spicer, talsmaður Donald Trump, segir skjalið ekki hafa komið frá Hvíta húsinu og að þetta sé ekki til íhugunar. Hann segist þó ekki geta sagt að þetta hafi hvergi verið til umræðu innan stjórnsýslunnar.Not true. https://t.co/T8rA87kJaU— Michael C. Short (@MCShort45) February 17, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira