Maðurinn var dreginn meðvitundarlaus upp á bakka Silfru og voru lífgunartilraunir reyndar þar til hann var fluttur á brott með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann var úrskurðaður látin á Landspítalanum. Maðurinn var í átta manna hópi.
Í frétt RÚV segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn, að verið sé að kanna hvort að maðurinn hafi misst munnstykkið eða fengið vatn í pípuna.