Forráðamenn Arsenal eru komnir í viðræður við Lyon um kaup á framherjanum eftirsótta Alexandre Lacazette samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar.
Lacazette sem skoraði 37 mörk á seinasta tímabili í 45 leikjum fyrir Lyon hefur verið undir smásjá stórliða undanfarið.
Arsenal gerði Lyon boð upp á 29 milljónir punda fyrir Lacazette í júlí sem var umsvifalaust hafnað.
Jean-Michel Aulas forseti Lyon hefur gefið það út að framherjinn megi fara ef boð upp á 44 milljónir punda berist inn á borð forsetans.
Alexandre Lacazette lét hafa eftir sér að hann vilji ekki leika með liði sem er ekki í Meistaradeildinni, en liði Arsenal mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en þeir höfðu tekið þar þátt 19 tímabil í röð.
Arsenal í viðræðum við Lyon um Lacazette
Elías Orri Njarðarson skrifar

Mest lesið





Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn
