Sprenging í vændi: Samfélagsmiðlar í aðalhlutverki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2017 12:45 Vændisstarfsemi fer fram vítt og breitt um land allt en lögreglan ver litlum tíma til rannsókna á kaupunum. Rannsóknir þykja flóknar. vísir/ernir Lögreglan telur að „sprenging“ hafi orðið í framboði vændis hér á landi á síðustu 18 mánuðum. Vændi virðist að stórum hluta hluta vera borið uppi af einstaklingum af erlendum uppruna sem koma hingað til lands sem ferðamenn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningadeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagaða glæpastarfsemi. Þar segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að skipulagt vændi hafi aukist stórlega frá 2015. Telur lögregla að hluti þessarar starfsemi tengist erlendum skipulögðum glæpahópum. Í skýrslunni segir að sala vændis fari að miklu leyti fram innan lokaðra hópa á samfélagsmiðlum og hafi slíkum auglýsingum fjölgað mjög síðastliðin tvö ár. Meginþorri þeirra kvenna sem þar auglýsa eða auglýstar er af erlendu bergi brotnar og eru stúlkur frá Ungverjalandi og Rúmeníu áberandi, að því er segir í skýrslunni. Þrátt fyrir þetta aukna framboð hafa ekki mörg vændismál verið til rannsóknar hjá lögreglu sökum manneklu og nauðsyn þess að forgangsraða þeim málum sem lögregla rannsakar. Lögregla telur líklegt að sumar þeirra erlendu kvenna sem stunda vændi séu sendar um lengri eða skemmri tíma til landsins og að búi nauðung, líkt og þekkist erlendis. Grunur leikur á að í einhverjum tilvikum fylgi erlendir karlmenn konunum og hafi hugsanlega með þeim eftirlit á meðan þær dveljast hér á landi. Ber starfsemin merki mansals í mörgum tilvikum en vísbendingar eru um að einhverjar kvennanna njóti aðstoðar og milligöngu fólks sem búsett er hér á landi. „Vændi virðist því að stærstum hluta borið uppi af einstaklingum af erlendum uppruna sem koma til landsins sem ferðamenn, oft í skamman tíma,“ segir í skýrslunni. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Lögreglan telur að „sprenging“ hafi orðið í framboði vændis hér á landi á síðustu 18 mánuðum. Vændi virðist að stórum hluta hluta vera borið uppi af einstaklingum af erlendum uppruna sem koma hingað til lands sem ferðamenn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningadeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagaða glæpastarfsemi. Þar segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að skipulagt vændi hafi aukist stórlega frá 2015. Telur lögregla að hluti þessarar starfsemi tengist erlendum skipulögðum glæpahópum. Í skýrslunni segir að sala vændis fari að miklu leyti fram innan lokaðra hópa á samfélagsmiðlum og hafi slíkum auglýsingum fjölgað mjög síðastliðin tvö ár. Meginþorri þeirra kvenna sem þar auglýsa eða auglýstar er af erlendu bergi brotnar og eru stúlkur frá Ungverjalandi og Rúmeníu áberandi, að því er segir í skýrslunni. Þrátt fyrir þetta aukna framboð hafa ekki mörg vændismál verið til rannsóknar hjá lögreglu sökum manneklu og nauðsyn þess að forgangsraða þeim málum sem lögregla rannsakar. Lögregla telur líklegt að sumar þeirra erlendu kvenna sem stunda vændi séu sendar um lengri eða skemmri tíma til landsins og að búi nauðung, líkt og þekkist erlendis. Grunur leikur á að í einhverjum tilvikum fylgi erlendir karlmenn konunum og hafi hugsanlega með þeim eftirlit á meðan þær dveljast hér á landi. Ber starfsemin merki mansals í mörgum tilvikum en vísbendingar eru um að einhverjar kvennanna njóti aðstoðar og milligöngu fólks sem búsett er hér á landi. „Vændi virðist því að stærstum hluta borið uppi af einstaklingum af erlendum uppruna sem koma til landsins sem ferðamenn, oft í skamman tíma,“ segir í skýrslunni.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira