Gyöngyi Gaál er 42 ára gömul og reynslumikil en hún dæmdi sinn fyrsta FIFA leik árið 2002 og hefur dæmt á heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum.
Það eru hinsvegar ein alvarleg mistök sem hún á erfitt með að sleppa frá. Þau gerði hún á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi fyrir sex árum síðan.
Gyöngyi Gaál dæmdi þá ekkert þótt að varnarmaður Miðbaugs-Guíneu hafi hreinlega haldið á boltanum í sínum eigin vítateig.
Gaál baðst seinn afsökunar á þessum mistökum sínum en atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Það er hreinlega ótrúlegt að hún hafi ekki séð þetta atvik enda boltinn lengi í höndum á varnarmanninum en sú ungverska hefur vonandi lært af mistökunum og lætur ekkert framhjá sér fara í dag.
Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan fjögur að íslenskum tíma en það verður fylgst með honum hér inn á Vísi.