Fallist á umdeilanlegar skýringar flugmanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. október 2017 06:00 Flugmaðurinn á TF-KOZ segist hafa verið í 100 til 150 metra hæð í aðflugi að Reykjahlíðarflugvelli. Völlurinn er hins vegar suðvestan við Hlíðarfjall sem sést í bakgrunninum og þangað stefndi flugvélin ekki. Fréttablaðið/Benedikt Bóas „Viðhlítandi skýringar hafa borist og málinu telst lokið af hálfu Samgöngustofu,“ segir í svari Samgöngustofu til Fréttablaðsins varðandi lágflug einkaflugvélar yfir fólki og fénaði í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í september. Flug TF-KOZ yfir Hlíðarrétt sunnudaginn 3. september vakti athygli réttargesta enda var vélinni að sögn sjónarvotta ítrekað flogið í mjög lítilli hæð yfir réttarsvæðinu frá því fyrir klukkan tíu um morguninn fram að hádegi. Flugvélin er í eigu tveggja Mývetninga sem eru í eigendahópi Mýflugs. „Samgöngustofa hefur umrætt atvik til skoðunar og forsendur flugsins, enda er af myndum að dæma ástæða til þess,“ sagði í svari frá Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, í Fréttablaðinu 9. september síðastliðinn. Nú er athuguninni lokið. Sá sem kveðst hafa flogið vélinni í umrætt sinn segir þannig hátta til að aðflug að braut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð sé beint yfir Hlíðarrétt. „Venjuleg hæð yfir réttinni er 300-500 fet og tel ég mig hafa verið nálægt þeirri hæð,“ segir í svari flugmannsins til Samgöngustofu sem hylur nafn viðkomandi í afriti til Fréttablaðsins. 300 til 500 fet eru 100 til 150 metrar. Myndir sem birst hafa í Fréttablaðinu sýna hins vegar glögglega að TF-KOZ var í það skipti flogið frá austri til vesturs, þvert á aðflugsstefnuna að Reykjahlíðarflugvelli sem er um 1.800 metra norður af Hlíðarrétt. Þetta er staðfest af sjónarvottum sem segja vélinni hafa verið flogið þvers og kruss yfir svæðið. Af handbók Flugmálastjórnar, sem meðal annars má finna á vef Samgöngustofu sjálfrar, má ráða að leiðbeint er um að flugvél í aðflugi að braut 02 á Reykjahlíðarflugvelli sé í 690 feta hæð yfir jörðu í 1.852 metra fjarlægð frá vellinum – sem er veglengdin að Hlíðarrétt. Ekki má fljúga sjónflug nema vegna flugtaks og lendingar eða með sérstöku leyfi yfir þéttbýli í minni hæð en eitt þúsund fetum og annars staðar ekki í minni hæð en fimm hundruð fetum. Í metrum eru þetta annars vegar um 305 metra hæð og hins vegar 152 metra hæð. Sjónarvottar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust telja að flughæðin hafi verið aðeins nokkrir tugir metra og virðast myndirnar styðja þá frásögn. Samgöngustofa hefur ekki svarað því hvort rætt hafi verið við sjónarvotta en segir að farið hafi verið yfir málsatvikin. „Meðal annars var haft samband við umráðamann loftfars og flugmann sem hafa útskýrt tilhögun flugsins. Flugið fór fram við flugvöll og var um aðflug að flugvellinum að ræða. Hefðbundnar takmarkanir um flughæðir gilda ekki við flugtak eða aðflug,“ segir í svarinu. Málinu sé þar með lokið eins og áður er getið. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
„Viðhlítandi skýringar hafa borist og málinu telst lokið af hálfu Samgöngustofu,“ segir í svari Samgöngustofu til Fréttablaðsins varðandi lágflug einkaflugvélar yfir fólki og fénaði í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í september. Flug TF-KOZ yfir Hlíðarrétt sunnudaginn 3. september vakti athygli réttargesta enda var vélinni að sögn sjónarvotta ítrekað flogið í mjög lítilli hæð yfir réttarsvæðinu frá því fyrir klukkan tíu um morguninn fram að hádegi. Flugvélin er í eigu tveggja Mývetninga sem eru í eigendahópi Mýflugs. „Samgöngustofa hefur umrætt atvik til skoðunar og forsendur flugsins, enda er af myndum að dæma ástæða til þess,“ sagði í svari frá Þórhildi Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Samgöngustofu, í Fréttablaðinu 9. september síðastliðinn. Nú er athuguninni lokið. Sá sem kveðst hafa flogið vélinni í umrætt sinn segir þannig hátta til að aðflug að braut 02 á flugvellinum í Reykjahlíð sé beint yfir Hlíðarrétt. „Venjuleg hæð yfir réttinni er 300-500 fet og tel ég mig hafa verið nálægt þeirri hæð,“ segir í svari flugmannsins til Samgöngustofu sem hylur nafn viðkomandi í afriti til Fréttablaðsins. 300 til 500 fet eru 100 til 150 metrar. Myndir sem birst hafa í Fréttablaðinu sýna hins vegar glögglega að TF-KOZ var í það skipti flogið frá austri til vesturs, þvert á aðflugsstefnuna að Reykjahlíðarflugvelli sem er um 1.800 metra norður af Hlíðarrétt. Þetta er staðfest af sjónarvottum sem segja vélinni hafa verið flogið þvers og kruss yfir svæðið. Af handbók Flugmálastjórnar, sem meðal annars má finna á vef Samgöngustofu sjálfrar, má ráða að leiðbeint er um að flugvél í aðflugi að braut 02 á Reykjahlíðarflugvelli sé í 690 feta hæð yfir jörðu í 1.852 metra fjarlægð frá vellinum – sem er veglengdin að Hlíðarrétt. Ekki má fljúga sjónflug nema vegna flugtaks og lendingar eða með sérstöku leyfi yfir þéttbýli í minni hæð en eitt þúsund fetum og annars staðar ekki í minni hæð en fimm hundruð fetum. Í metrum eru þetta annars vegar um 305 metra hæð og hins vegar 152 metra hæð. Sjónarvottar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust telja að flughæðin hafi verið aðeins nokkrir tugir metra og virðast myndirnar styðja þá frásögn. Samgöngustofa hefur ekki svarað því hvort rætt hafi verið við sjónarvotta en segir að farið hafi verið yfir málsatvikin. „Meðal annars var haft samband við umráðamann loftfars og flugmann sem hafa útskýrt tilhögun flugsins. Flugið fór fram við flugvöll og var um aðflug að flugvellinum að ræða. Hefðbundnar takmarkanir um flughæðir gilda ekki við flugtak eða aðflug,“ segir í svarinu. Málinu sé þar með lokið eins og áður er getið.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar. 9. september 2017 07:00