Tárvotur Rio hefur áhyggjur af börnunum eftir andlát eiginkonunnar: „Ég vil hjálpa þeim“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2017 09:00 Rio Ferdinand hefur átt erfitt. mynd/skjáskot Heimildamyndin Rio: Being Mum and Dad, verður frumsýnd á BBC Three í kvöld en þar fjallar Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, um lífið eftir fráfall eiginkonu sinnar. Rebecca Ferdinand, eiginkona Rios, var aðeins 34 ára gömul þegar hún lést eftir stutta baráttu við krabbamein í maí 2015 en Rio átti í miklum erfiðleikum eftir að hún féll frá.Hann viðurkennir í myndinni en hafa byrjað að drekka eins og fjallað var um fyrr á árinu og segist skilja hvers vegna fólk íhuga sjálfsmorð. Þá segist hann einnig ekki hafa syrgt eiginkonu sína nægilega vel. Í myndinni leitar Rio til annarra fjölskyldna sem hafa lent í eins áföllum og fær hjálp við að takast á við sorgina. „Ég elskaði konuna mína meira en allt. Við Rebecca áttum ótrúlegt samband,“ segir Rio í myndinni. „Maður trúir því aldrei að það versta getur gerst. Í síðasta skiptið sem hún var heima reyndi hún að tala um þetta en ég vildi ekki ræða þetta.“ Miðvörðurinn magnaði á sérstaklega erfitt með að tala við börnin sín um þetta eða fá þau til að opna sig um hvernig þeim líður nú tveimur árum eftir fráfall móður sinnar. „Þetta er einn af fáum hlutum í lífinu sem við munum ganga í gegnum saman þar sem ég hef ekki svörin. Það er mjög erfitt þegar þau vilja ekki tala um þetta. Maður situr á móti þeim og veltir fyrir sér hvað þau eru að hugsa. Eru þau áhyggjufull, glöð eða sorgmædd?“ segir Rio. „Ég hef áhyggjur af þeim öllum en ég fæ ekkert út úr strákunum tveimur. Ég vil getað hjálpað þeim og fengið þá til að tala. Ekki vegna þess að það hjálpar mér heldur bara því ég vil vita að það sé í lagi með þá,“ segir Rio Ferdinand. Brot úr heimildamyndinni má sjá hér að neðan. Enski boltinn Tengdar fréttir Ferdinand opnar sig um sorgina: Byrjaði að drekka og skilur af hverju fólk fremur sjálfsmorð Rebecca Ferdinand, eiginkona fótboltamannsins fyrrverandi Rios Ferdinand, var aðeins 34 ára þegar hún lést eftir stutta baráttu við brjóstakrabbamein í maí 2015. 21. mars 2017 15:00 Rio: Hef ekki syrgt eiginkonuna mína nægilega Knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand varð ekkill fyrir tæpum tveimur árum síðan. 7. febrúar 2017 14:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Heimildamyndin Rio: Being Mum and Dad, verður frumsýnd á BBC Three í kvöld en þar fjallar Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, um lífið eftir fráfall eiginkonu sinnar. Rebecca Ferdinand, eiginkona Rios, var aðeins 34 ára gömul þegar hún lést eftir stutta baráttu við krabbamein í maí 2015 en Rio átti í miklum erfiðleikum eftir að hún féll frá.Hann viðurkennir í myndinni en hafa byrjað að drekka eins og fjallað var um fyrr á árinu og segist skilja hvers vegna fólk íhuga sjálfsmorð. Þá segist hann einnig ekki hafa syrgt eiginkonu sína nægilega vel. Í myndinni leitar Rio til annarra fjölskyldna sem hafa lent í eins áföllum og fær hjálp við að takast á við sorgina. „Ég elskaði konuna mína meira en allt. Við Rebecca áttum ótrúlegt samband,“ segir Rio í myndinni. „Maður trúir því aldrei að það versta getur gerst. Í síðasta skiptið sem hún var heima reyndi hún að tala um þetta en ég vildi ekki ræða þetta.“ Miðvörðurinn magnaði á sérstaklega erfitt með að tala við börnin sín um þetta eða fá þau til að opna sig um hvernig þeim líður nú tveimur árum eftir fráfall móður sinnar. „Þetta er einn af fáum hlutum í lífinu sem við munum ganga í gegnum saman þar sem ég hef ekki svörin. Það er mjög erfitt þegar þau vilja ekki tala um þetta. Maður situr á móti þeim og veltir fyrir sér hvað þau eru að hugsa. Eru þau áhyggjufull, glöð eða sorgmædd?“ segir Rio. „Ég hef áhyggjur af þeim öllum en ég fæ ekkert út úr strákunum tveimur. Ég vil getað hjálpað þeim og fengið þá til að tala. Ekki vegna þess að það hjálpar mér heldur bara því ég vil vita að það sé í lagi með þá,“ segir Rio Ferdinand. Brot úr heimildamyndinni má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ferdinand opnar sig um sorgina: Byrjaði að drekka og skilur af hverju fólk fremur sjálfsmorð Rebecca Ferdinand, eiginkona fótboltamannsins fyrrverandi Rios Ferdinand, var aðeins 34 ára þegar hún lést eftir stutta baráttu við brjóstakrabbamein í maí 2015. 21. mars 2017 15:00 Rio: Hef ekki syrgt eiginkonuna mína nægilega Knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand varð ekkill fyrir tæpum tveimur árum síðan. 7. febrúar 2017 14:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
Ferdinand opnar sig um sorgina: Byrjaði að drekka og skilur af hverju fólk fremur sjálfsmorð Rebecca Ferdinand, eiginkona fótboltamannsins fyrrverandi Rios Ferdinand, var aðeins 34 ára þegar hún lést eftir stutta baráttu við brjóstakrabbamein í maí 2015. 21. mars 2017 15:00
Rio: Hef ekki syrgt eiginkonuna mína nægilega Knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand varð ekkill fyrir tæpum tveimur árum síðan. 7. febrúar 2017 14:45