Aldagömul málverk af Geysi komin til landsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Michael Nevin við málverkin tvö. vísir/ernir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, tísti í gær mynd af lokuðum kassa og skrifaði með myndinni að hann vissi að Íslendingar biðu spenntir eftir því að sjá innihaldið. Í kassanum reyndust síðan tvö gömul málverk af Geysi. „Þau voru máluð seint á átjándu öld og heita „Nýi Geysir“ og „Gamli geysir“. Málarinn var hinn breski Edward Dayes og málaði hann þau þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Málverkin byggði hann á teikningum breska landkönnuðarins Johns Stanley sem er frægur landkönnuður á Bretlandi,“ segir Nevin. Málverkin, sem voru máluð árið 1790, hengu áður til margra ára í sendiherrabústaðnum í Reykjavík. „Fyrir um tíu árum voru þau send aftur til Bretlands til lagfæringa. Á þeim tíma voru þau til sýnis meðal annars á skrifstofum ráðherra,“ segir Nevin. Það var þó tekin ákvörðun um að þau skyldu koma aftur til Íslands í sendiherrabústaðinn. Í síðustu viku komu þau til baka til landsins með starfsmanni Ríkislistasafns Bretlands. Kassinn var opnaður og hanga þau nú í borðstofu Nevins. „Á Bretlandi erum við með Ríkislistasafn sem var stofnað fyrir löngu. Þá voru embættismenn efnafólk sem gat fjármagnað sig sjálft og höfðu með sér listaverk sem þeir höfðu til sýnis í húsakynnum stofnana og jafnvel sendiráða,“ segir Nevin. Nú séu þeir dagar þó að baki og var Ríkislistasafnið stofnað til þess að kaupa listaverk fyrir breska embættismenn til að hafa til sýnis. Keypti safnið málverkin sem um ræðir árið 1958. Í upplýsingaskjali Ríkislistasafnsins um málverkin segir að í maí árið 1789 hafi vísindaunnandinn Joseph Banks hvatt John Stanley til að ferðast til Íslands. Lagði Stanley af stað frá skoska bænum Leith með 26 manna föruneyti og kom hann til Íslands þann fjórða júlí sama ár í því skyni að rannsaka eyjunna ítarlega. Sneri hann til baka sjö mánuðum seinna með ógrynni þurrkaðra plantna og teikninga sem hann og aðrir ferðalangar teiknuðu og söfnuðu. Við heimkomuna voru þeir Edward Dayes og tveir aðrir málarar, Nocholas Pocock og Philip Reinagle, fengnir til þess að mála eftir teikningum ferðalanganna og varð afraksturinn meðal annars málverkin tvö af Geysi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, tísti í gær mynd af lokuðum kassa og skrifaði með myndinni að hann vissi að Íslendingar biðu spenntir eftir því að sjá innihaldið. Í kassanum reyndust síðan tvö gömul málverk af Geysi. „Þau voru máluð seint á átjándu öld og heita „Nýi Geysir“ og „Gamli geysir“. Málarinn var hinn breski Edward Dayes og málaði hann þau þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Málverkin byggði hann á teikningum breska landkönnuðarins Johns Stanley sem er frægur landkönnuður á Bretlandi,“ segir Nevin. Málverkin, sem voru máluð árið 1790, hengu áður til margra ára í sendiherrabústaðnum í Reykjavík. „Fyrir um tíu árum voru þau send aftur til Bretlands til lagfæringa. Á þeim tíma voru þau til sýnis meðal annars á skrifstofum ráðherra,“ segir Nevin. Það var þó tekin ákvörðun um að þau skyldu koma aftur til Íslands í sendiherrabústaðinn. Í síðustu viku komu þau til baka til landsins með starfsmanni Ríkislistasafns Bretlands. Kassinn var opnaður og hanga þau nú í borðstofu Nevins. „Á Bretlandi erum við með Ríkislistasafn sem var stofnað fyrir löngu. Þá voru embættismenn efnafólk sem gat fjármagnað sig sjálft og höfðu með sér listaverk sem þeir höfðu til sýnis í húsakynnum stofnana og jafnvel sendiráða,“ segir Nevin. Nú séu þeir dagar þó að baki og var Ríkislistasafnið stofnað til þess að kaupa listaverk fyrir breska embættismenn til að hafa til sýnis. Keypti safnið málverkin sem um ræðir árið 1958. Í upplýsingaskjali Ríkislistasafnsins um málverkin segir að í maí árið 1789 hafi vísindaunnandinn Joseph Banks hvatt John Stanley til að ferðast til Íslands. Lagði Stanley af stað frá skoska bænum Leith með 26 manna föruneyti og kom hann til Íslands þann fjórða júlí sama ár í því skyni að rannsaka eyjunna ítarlega. Sneri hann til baka sjö mánuðum seinna með ógrynni þurrkaðra plantna og teikninga sem hann og aðrir ferðalangar teiknuðu og söfnuðu. Við heimkomuna voru þeir Edward Dayes og tveir aðrir málarar, Nocholas Pocock og Philip Reinagle, fengnir til þess að mála eftir teikningum ferðalanganna og varð afraksturinn meðal annars málverkin tvö af Geysi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira