Marcelo var hetja Real Madrid þegar liðið tók á móti Valencia á Santíago Bernabeu í dag. Lokatölur 2-1, Real Madrid í vil.
Marcelo skoraði sigurmark Madrídinga þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.
Cristiano Ronaldo kom Real Madrid í 1-0 á 27. mínútu og þannig var staðan fram á 82. mínútu þegar Dani Parejo jafnaði metin með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Í millitíðinni varði Diego Alves vítaspyrnu frá Ronaldo.
Heimamenn gáfu aftur í eftir jöfnunarmarkið og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Marcelo sigurmarkið með hægri fótar skoti sem Alves réði ekki við.
Með sigrinum náði Real Madrid þriggja stiga forskoti á Barcelona á toppi deildarinnar. Börsungar geta endurheimt toppsætið með sigri á Espanyol í Katalóníuslagnum í kvöld.
Marcelo skaut Real Madrid á toppinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
