Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. janúar 2017 20:01 Gaila og David Wilson Vísir/Skjáskot Áströlsk hjón sem leitað var í gær eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp óttuðust að þau yrðu úti. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að hjónunum í gær. Þau vanda ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland ekki kveðjuna, en lagt var upp í vélsleðaferðina þrátt fyrir stormviðvörun. David og Gaila Wilson voru í skipulagðri vélslseðaferð á vegum Mountaineers of Iceland þegar slokknaði á vélsleða þeirra hjóna. Þau biðu eftir því að leiðsögumaðurinn uppgötvaði að þau hefðu orðið eftir en án árangurs. Wilson hjónin voru í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Samkvæmt David hafði þeim verið sagt að ef einhver yrði viðskila við hópinn ætti viðkomandi að bíða og að leiðsögumaður myndi koma eftir fimm til tíu mínútur. Eftir að leiðsögumaður hafi gengið á röðina segist David hafa rekið sig í takka og drepið á vélsleðanum. Hann hafi reynt að gera leiðsögumanninum viðvart en án árangurs. Hjónin biðu eftir leiðsögumanninum í tvo og hálfan klukkutíma en án arangurs.Grófu sig í fönn Að endingu tókst David að koma vélsleðanuma ftur í gang. Þau hafi séð vélsleðaslóðina og ákveðið að reyna að fylgja henni. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin. Þau hafi þá ákveðið að grafa sig í fönn. „Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ sagði David í samtali við RÚV. Hvarf hjónanna uppgötvaðist um þrjúleytið og voru björgunarsveitir kallaðar út rúmlega hálf fjögur. Þau segjast bæði hafa verið mjög óttasleginn og segjast ekki skilja hvers vegna ákveðið var að leggja upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. „Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ sagði David, sem finnst einnig undarlegt að þeim hafi ekki verið kennt að gangsetja sleðann.Eins og slæmur draumur Þau segja að ástandið hafi verið bærilegt á meðan þau grófu sig í fönn en þegar þau sátu og biðu eftir að vera bjargað hafi þeim ekki litist á blikuna. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Síðan fór hugurinn að spila með mann: Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?,“ sagði David. „Þetta er bara eins og slæmur draumur, ég óttast að vakna þarna í fönninni aftur,“ segir Gaila. David segist einnig furða sig á því hvers vegna fyrirtækið hafi ekki farið með þau hjónin á sjúkrahús. Þau hafi sjálf farið í dag og borgað töluverða upphæð. Hjónin segjast þó þakklát björgunarsveitarfólkinu sem kom þeim til bjargar. Tengdar fréttir Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01 Vélsleðamanna leitað á Langjökli Tveir urðu viðskila við vélsleðahóp. 5. janúar 2017 16:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Áströlsk hjón sem leitað var í gær eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp óttuðust að þau yrðu úti. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að hjónunum í gær. Þau vanda ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland ekki kveðjuna, en lagt var upp í vélsleðaferðina þrátt fyrir stormviðvörun. David og Gaila Wilson voru í skipulagðri vélslseðaferð á vegum Mountaineers of Iceland þegar slokknaði á vélsleða þeirra hjóna. Þau biðu eftir því að leiðsögumaðurinn uppgötvaði að þau hefðu orðið eftir en án árangurs. Wilson hjónin voru í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Samkvæmt David hafði þeim verið sagt að ef einhver yrði viðskila við hópinn ætti viðkomandi að bíða og að leiðsögumaður myndi koma eftir fimm til tíu mínútur. Eftir að leiðsögumaður hafi gengið á röðina segist David hafa rekið sig í takka og drepið á vélsleðanum. Hann hafi reynt að gera leiðsögumanninum viðvart en án árangurs. Hjónin biðu eftir leiðsögumanninum í tvo og hálfan klukkutíma en án arangurs.Grófu sig í fönn Að endingu tókst David að koma vélsleðanuma ftur í gang. Þau hafi séð vélsleðaslóðina og ákveðið að reyna að fylgja henni. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin. Þau hafi þá ákveðið að grafa sig í fönn. „Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ sagði David í samtali við RÚV. Hvarf hjónanna uppgötvaðist um þrjúleytið og voru björgunarsveitir kallaðar út rúmlega hálf fjögur. Þau segjast bæði hafa verið mjög óttasleginn og segjast ekki skilja hvers vegna ákveðið var að leggja upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. „Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ sagði David, sem finnst einnig undarlegt að þeim hafi ekki verið kennt að gangsetja sleðann.Eins og slæmur draumur Þau segja að ástandið hafi verið bærilegt á meðan þau grófu sig í fönn en þegar þau sátu og biðu eftir að vera bjargað hafi þeim ekki litist á blikuna. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Síðan fór hugurinn að spila með mann: Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?,“ sagði David. „Þetta er bara eins og slæmur draumur, ég óttast að vakna þarna í fönninni aftur,“ segir Gaila. David segist einnig furða sig á því hvers vegna fyrirtækið hafi ekki farið með þau hjónin á sjúkrahús. Þau hafi sjálf farið í dag og borgað töluverða upphæð. Hjónin segjast þó þakklát björgunarsveitarfólkinu sem kom þeim til bjargar.
Tengdar fréttir Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01 Vélsleðamanna leitað á Langjökli Tveir urðu viðskila við vélsleðahóp. 5. janúar 2017 16:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01