Innlent

Vélsleðamanna leitað á Langjökli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fólkið var í skipulagðri vélsleðaferð.
Fólkið var í skipulagðri vélsleðaferð. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur vegna tveggja einstaklinga sem urðu viðskila við hóp vélsleðafólks á Langjökli. Hátt í sextíu björgunarsveitarmenn eru nú á leið á jökulinn með vélsleða og snjóbíla en þyrla Landhelgisgæslunnar hefur ekki verið kölluð út vegna leitarinnar.

Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir fólkið hafa verið saman á sleða og í skipulagðri vélsleðaferð frá Skálpanesi, suðaustur af Langjökli fyrr í dag.

Hann segist gera ráð fyrir að björgunarsveitarmenn verði komnir upp eftir um klukkan 17 og þá útilokar hann ekki að leitarmönnum verði fjölgað eftir því sem líður á. Tilkynning vegna málsins barst slysavarnafélaginu klukkan 15.40 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×