Glímir við krabbamein og er ósáttur við svör ríkisskattstjóra: Íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis Ásgeir Erlendsson skrifar 7. ágúst 2017 19:51 Maður sem glímir við krabbamein undrast svör ríkisskattstjóra sem telur útlagðan læknis- og lyfjakostnað síðasta árs, sem samsvarar rúmri miljón af tekjum fjölskyldunnar, ekki skerða gjaldþol hennar. Hann óskar eftir skýringum við hvað sé miðað og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Njáll Þórðarson er tveggja barna faðir sem hefur undanfarið ár barist við alvarlegt ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil ákvað Njáll að sækja um ívilnun þar sem útlagður lyfja- og læknakostnaður síðasta árs var færður inn. Hann gerði grein fyrir rúmum 624 þúsund krónum en sleppti öllum tilfallandi kostnaði líkt og sálfræðiþjónustu. Í lögum um tekjuskatt er heimild til lækkunar á tekjustofni ef veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Njáll segist hafa orðið undrandi þegar ríkisskattstjóri tjáði honum að upphæðin þætti ekki hafa skert gjaldþol fjölskyldunnar verulega og bendir á að upphæðin sem færð var inn samsvari 1,1 milljón króna af tekjum fjölskyldunnar. „Hverjum í millistétt munar ekki um 1,1 milljón út heimilisbókhaldinu? Við fengum þau svör, mjög skýrt, að þetta teljist ekki vera íþyngjandi fyrir okkur. Ég hló úr mér lungun. Það voru fyrstu viðbrögðin. Þetta er hjákátlegt, að gefa svona svör.“Upp á Everest í inniskóm Njáll segir ótækt að málið sé ekki rökstutt betur og óskar eftir skýringum við hvað sé miðað þegar mat er lagt á hvenær gjaldþol fjölskyldunnar þykir skert. „Eftir hverju er farið? Hver metur það að fjölskylda í Árbæ hafi það það gott að hún þurfi ekki endurgreiðslu á helmingi þess sem hún lagði út? Ég hef líkt þessari baráttu við að labba á Everest – á inniskóm. Það eru líkur, en það eru hraðahindranir. En heilbrigðiskerfið virkar einhvern veginn þannig að manni er rétt hjálparhönd þegar maður er byrjaður að renna aftur á bak, jafnvel á andlitinu. Þá sé í lagi að kasta til manns kaðli og jafnvel henda manni í einhverja notaða íþróttaskó. En í raun og veru ætti að byggja undir fólk sem er í þessari baráttu til að hjálpa því á toppinn.“ Hann hyggst kæra ákvörðun ríkisskattstjóra og íhugar leita til umboðsmanns Alþingis. „Fyrir hönd þeirra sem eru að berjast við illvíga sjúkdóma þá er þetta alveg ótækt. Það verður að bara að segjast eins og er.“ Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Maður sem glímir við krabbamein undrast svör ríkisskattstjóra sem telur útlagðan læknis- og lyfjakostnað síðasta árs, sem samsvarar rúmri miljón af tekjum fjölskyldunnar, ekki skerða gjaldþol hennar. Hann óskar eftir skýringum við hvað sé miðað og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Njáll Þórðarson er tveggja barna faðir sem hefur undanfarið ár barist við alvarlegt ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil ákvað Njáll að sækja um ívilnun þar sem útlagður lyfja- og læknakostnaður síðasta árs var færður inn. Hann gerði grein fyrir rúmum 624 þúsund krónum en sleppti öllum tilfallandi kostnaði líkt og sálfræðiþjónustu. Í lögum um tekjuskatt er heimild til lækkunar á tekjustofni ef veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Njáll segist hafa orðið undrandi þegar ríkisskattstjóri tjáði honum að upphæðin þætti ekki hafa skert gjaldþol fjölskyldunnar verulega og bendir á að upphæðin sem færð var inn samsvari 1,1 milljón króna af tekjum fjölskyldunnar. „Hverjum í millistétt munar ekki um 1,1 milljón út heimilisbókhaldinu? Við fengum þau svör, mjög skýrt, að þetta teljist ekki vera íþyngjandi fyrir okkur. Ég hló úr mér lungun. Það voru fyrstu viðbrögðin. Þetta er hjákátlegt, að gefa svona svör.“Upp á Everest í inniskóm Njáll segir ótækt að málið sé ekki rökstutt betur og óskar eftir skýringum við hvað sé miðað þegar mat er lagt á hvenær gjaldþol fjölskyldunnar þykir skert. „Eftir hverju er farið? Hver metur það að fjölskylda í Árbæ hafi það það gott að hún þurfi ekki endurgreiðslu á helmingi þess sem hún lagði út? Ég hef líkt þessari baráttu við að labba á Everest – á inniskóm. Það eru líkur, en það eru hraðahindranir. En heilbrigðiskerfið virkar einhvern veginn þannig að manni er rétt hjálparhönd þegar maður er byrjaður að renna aftur á bak, jafnvel á andlitinu. Þá sé í lagi að kasta til manns kaðli og jafnvel henda manni í einhverja notaða íþróttaskó. En í raun og veru ætti að byggja undir fólk sem er í þessari baráttu til að hjálpa því á toppinn.“ Hann hyggst kæra ákvörðun ríkisskattstjóra og íhugar leita til umboðsmanns Alþingis. „Fyrir hönd þeirra sem eru að berjast við illvíga sjúkdóma þá er þetta alveg ótækt. Það verður að bara að segjast eins og er.“
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira