Glímir við krabbamein og er ósáttur við svör ríkisskattstjóra: Íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis Ásgeir Erlendsson skrifar 7. ágúst 2017 19:51 Maður sem glímir við krabbamein undrast svör ríkisskattstjóra sem telur útlagðan læknis- og lyfjakostnað síðasta árs, sem samsvarar rúmri miljón af tekjum fjölskyldunnar, ekki skerða gjaldþol hennar. Hann óskar eftir skýringum við hvað sé miðað og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Njáll Þórðarson er tveggja barna faðir sem hefur undanfarið ár barist við alvarlegt ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil ákvað Njáll að sækja um ívilnun þar sem útlagður lyfja- og læknakostnaður síðasta árs var færður inn. Hann gerði grein fyrir rúmum 624 þúsund krónum en sleppti öllum tilfallandi kostnaði líkt og sálfræðiþjónustu. Í lögum um tekjuskatt er heimild til lækkunar á tekjustofni ef veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Njáll segist hafa orðið undrandi þegar ríkisskattstjóri tjáði honum að upphæðin þætti ekki hafa skert gjaldþol fjölskyldunnar verulega og bendir á að upphæðin sem færð var inn samsvari 1,1 milljón króna af tekjum fjölskyldunnar. „Hverjum í millistétt munar ekki um 1,1 milljón út heimilisbókhaldinu? Við fengum þau svör, mjög skýrt, að þetta teljist ekki vera íþyngjandi fyrir okkur. Ég hló úr mér lungun. Það voru fyrstu viðbrögðin. Þetta er hjákátlegt, að gefa svona svör.“Upp á Everest í inniskóm Njáll segir ótækt að málið sé ekki rökstutt betur og óskar eftir skýringum við hvað sé miðað þegar mat er lagt á hvenær gjaldþol fjölskyldunnar þykir skert. „Eftir hverju er farið? Hver metur það að fjölskylda í Árbæ hafi það það gott að hún þurfi ekki endurgreiðslu á helmingi þess sem hún lagði út? Ég hef líkt þessari baráttu við að labba á Everest – á inniskóm. Það eru líkur, en það eru hraðahindranir. En heilbrigðiskerfið virkar einhvern veginn þannig að manni er rétt hjálparhönd þegar maður er byrjaður að renna aftur á bak, jafnvel á andlitinu. Þá sé í lagi að kasta til manns kaðli og jafnvel henda manni í einhverja notaða íþróttaskó. En í raun og veru ætti að byggja undir fólk sem er í þessari baráttu til að hjálpa því á toppinn.“ Hann hyggst kæra ákvörðun ríkisskattstjóra og íhugar leita til umboðsmanns Alþingis. „Fyrir hönd þeirra sem eru að berjast við illvíga sjúkdóma þá er þetta alveg ótækt. Það verður að bara að segjast eins og er.“ Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Maður sem glímir við krabbamein undrast svör ríkisskattstjóra sem telur útlagðan læknis- og lyfjakostnað síðasta árs, sem samsvarar rúmri miljón af tekjum fjölskyldunnar, ekki skerða gjaldþol hennar. Hann óskar eftir skýringum við hvað sé miðað og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Njáll Þórðarson er tveggja barna faðir sem hefur undanfarið ár barist við alvarlegt ristilkrabbamein. Við síðustu skattskil ákvað Njáll að sækja um ívilnun þar sem útlagður lyfja- og læknakostnaður síðasta árs var færður inn. Hann gerði grein fyrir rúmum 624 þúsund krónum en sleppti öllum tilfallandi kostnaði líkt og sálfræðiþjónustu. Í lögum um tekjuskatt er heimild til lækkunar á tekjustofni ef veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Njáll segist hafa orðið undrandi þegar ríkisskattstjóri tjáði honum að upphæðin þætti ekki hafa skert gjaldþol fjölskyldunnar verulega og bendir á að upphæðin sem færð var inn samsvari 1,1 milljón króna af tekjum fjölskyldunnar. „Hverjum í millistétt munar ekki um 1,1 milljón út heimilisbókhaldinu? Við fengum þau svör, mjög skýrt, að þetta teljist ekki vera íþyngjandi fyrir okkur. Ég hló úr mér lungun. Það voru fyrstu viðbrögðin. Þetta er hjákátlegt, að gefa svona svör.“Upp á Everest í inniskóm Njáll segir ótækt að málið sé ekki rökstutt betur og óskar eftir skýringum við hvað sé miðað þegar mat er lagt á hvenær gjaldþol fjölskyldunnar þykir skert. „Eftir hverju er farið? Hver metur það að fjölskylda í Árbæ hafi það það gott að hún þurfi ekki endurgreiðslu á helmingi þess sem hún lagði út? Ég hef líkt þessari baráttu við að labba á Everest – á inniskóm. Það eru líkur, en það eru hraðahindranir. En heilbrigðiskerfið virkar einhvern veginn þannig að manni er rétt hjálparhönd þegar maður er byrjaður að renna aftur á bak, jafnvel á andlitinu. Þá sé í lagi að kasta til manns kaðli og jafnvel henda manni í einhverja notaða íþróttaskó. En í raun og veru ætti að byggja undir fólk sem er í þessari baráttu til að hjálpa því á toppinn.“ Hann hyggst kæra ákvörðun ríkisskattstjóra og íhugar leita til umboðsmanns Alþingis. „Fyrir hönd þeirra sem eru að berjast við illvíga sjúkdóma þá er þetta alveg ótækt. Það verður að bara að segjast eins og er.“
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira