Maradona: Vídeódómarar hefðu komið í veg fyrir HM-titla hjá bæði Argentínu og Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Diego Maradona með heimsbikarinn 1986. Vísir/Getty Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var spurður út í vídeódómara sem virðast ætla að vera framtíðin í alþjóðlegum fótbolta. Aðalástæðan fyrir því að Maradona var spurður út í þessa nýjung í fótboltanum var að hann skoraði eitt umdeildasta mark allra tíma á HM í Mexíkó 1986. Maradona skoraði þá með hendinni í sigri Argentínu á Englandi í átta liða úrslitum HM. Argentínska landsliðið fór síðan alla leið í úrslitaleikinn og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Þýskalandi. Maradona mætti á Álfubikarinn í sumar þar sem vídeódómararnir voru að störfum. Hann viðurkennir að það hefði verið erfitt fyrir sig að komast upp með „Hendi guðs“ í dag. „Það er samt ekki bara mitt mark frá 1986 sem hefði ekki fengið að standa,“ sagði Diego Maradona í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við skulum ekki gleyma því að England vann heimsmeistaratitilinn árið 1966 á marki þar sem boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Maradona og vísaði þá til marksins sem Geoff Hurst skoraði fyrir England í framlengingunni í úrslitaleiknum. Geoff Hurst kom þá enska liðinu í 3-2 en skot hans hafnaði í slánni og fór þaðan niður á grasið. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi mark en margir efast um það í dag að það hafi verið rétt hjá honum. Upptökutæknin í þá daga var ekki eins góð og í dag og því hefur það aldrei verið fullkomlega sannað eða afsannað hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fólkið á Monday Night Football á Sky eru hinsvegar viss um að markið hans Hurts hafi verið löglegt. Maradona hefur samt sérstaklega gaman af því að stríða Englendingum en hann, eins og fleiri Argentínumenn, er mjög ósáttur með þátt Englendinga í Falklandseyjastríðinu á níunda áratugnum. Maradona er núna orðinn einn af talsmönnum fyrir því að nota vídeódómara á stórmótunum. „Það eru fullt af atvikum í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefðu endað öðruvísi ef þessi tækni hefði verið notuð þá. Nú er tími til kominn að breyta því,“ sagði Maradona. „Fólk verður mjög pirrað þegar eitthvað er dæmt sem átti ekki að dæma eða þegar mark er ranglega dæmt af. Með þessari tækni kemur bæði gagnsæi og gæði og um leið hjálpar þetta liðum sem eru til í að taka áhættu og sækja sigur,“ sagði Maradona. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var spurður út í vídeódómara sem virðast ætla að vera framtíðin í alþjóðlegum fótbolta. Aðalástæðan fyrir því að Maradona var spurður út í þessa nýjung í fótboltanum var að hann skoraði eitt umdeildasta mark allra tíma á HM í Mexíkó 1986. Maradona skoraði þá með hendinni í sigri Argentínu á Englandi í átta liða úrslitum HM. Argentínska landsliðið fór síðan alla leið í úrslitaleikinn og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Þýskalandi. Maradona mætti á Álfubikarinn í sumar þar sem vídeódómararnir voru að störfum. Hann viðurkennir að það hefði verið erfitt fyrir sig að komast upp með „Hendi guðs“ í dag. „Það er samt ekki bara mitt mark frá 1986 sem hefði ekki fengið að standa,“ sagði Diego Maradona í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við skulum ekki gleyma því að England vann heimsmeistaratitilinn árið 1966 á marki þar sem boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Maradona og vísaði þá til marksins sem Geoff Hurst skoraði fyrir England í framlengingunni í úrslitaleiknum. Geoff Hurst kom þá enska liðinu í 3-2 en skot hans hafnaði í slánni og fór þaðan niður á grasið. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi mark en margir efast um það í dag að það hafi verið rétt hjá honum. Upptökutæknin í þá daga var ekki eins góð og í dag og því hefur það aldrei verið fullkomlega sannað eða afsannað hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fólkið á Monday Night Football á Sky eru hinsvegar viss um að markið hans Hurts hafi verið löglegt. Maradona hefur samt sérstaklega gaman af því að stríða Englendingum en hann, eins og fleiri Argentínumenn, er mjög ósáttur með þátt Englendinga í Falklandseyjastríðinu á níunda áratugnum. Maradona er núna orðinn einn af talsmönnum fyrir því að nota vídeódómara á stórmótunum. „Það eru fullt af atvikum í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefðu endað öðruvísi ef þessi tækni hefði verið notuð þá. Nú er tími til kominn að breyta því,“ sagði Maradona. „Fólk verður mjög pirrað þegar eitthvað er dæmt sem átti ekki að dæma eða þegar mark er ranglega dæmt af. Með þessari tækni kemur bæði gagnsæi og gæði og um leið hjálpar þetta liðum sem eru til í að taka áhættu og sækja sigur,“ sagði Maradona.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira