Magakveisa herjar á starfsfólk grunnskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2017 15:46 Hörðuvallaskóli í Hafnarfirði er annar tveggja skóla þar sem starfsmann hafa margir hverjir fengið óþægindi í maga og niðurgang undanfarnar vikur. ALARK Arkitektar Skólastarf í Háaleitisskóla - Hvassaleiti í Reykjavík og Hörðuvallaskóla verður ekki stöðvað vegna veikinda starfsmanna skólans. Ekki er talin hætta á að nemendur smitist. Matarsýking er talin líklegasta ástæðan á veikindum starfsfólksins sem hafa fundið fyrir óþægindum í maga og niðurgang. Veikindin komu upp skömmu eftir að tugir erlendra skáta veiktust í kjölfar nóróveirusýkingar sem kom upp á Úlfljótsvatni. Kviknaði strax grunur um að veikindi skátanna og kennarnna tengdust. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir hins vegarað faraldur magakveisu hafi komið upp meðal starfmanna skólanna tveggja á síðustu tveimur vikum. Stór hluti starfsmanna hafi veikst með magaóþægindum og niðurgangi sem varir í nokkra daga. Ekki hafi borið á ofangreindum veikindum meðal starfsmanna annarra skóla á höfuðborgarsvæðinu og þeir starfsmenn sem hafi veikst virðast ekki hafa smitað aðra í neinum mæli. „Rannsóknir á veikum einstaklingum hafa enn sem komið er ekki leitt í ljós sýkingarvald veikindanna og ekki er ljóst á þessari stundu hvernig einstaklingarnir smituðust en líklegt er að um matarsýkingu sé að ræða,“ segir í tilkynningu frá MAST. Á samráðsfundi sóttvarnalæknis með stjórnendum skólanna, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, umdæmis- og svæðislæknum sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu og Matvælastofnun var ákveðið að senda fleiri sýni í rannsóknir frá veikum einstaklingum og matvælum en þegar hefur verið gert. „Veikum starfsmönnum verður ráðlagt að halda sig heima meðan niðurgangurinn gengur yfir og að auki í einn dag til viðbótar. Hvatt er til almenns hreinlætis og handþvottar og að farið sé eftir leiðbeiningum um meðferð matvæla.“ Ekki er talin hætta á að magakveisan breiðist út til nemenda og því ekki ástæða til að stöðva starfsemi skólanna á grunni sýkingarhættu. Áfram verður fylgst náið með framgangi veikinda í þessum tveimur skólum og hvort faraldrar komi upp í öðrum skólum segir í tilkynningunni. Skólasetning í Háaleitisskóla - Hvassaleiti sem fyrirhuguð var á þriðjudaginn fór ekki fram fyrr en í dag vegna fyrrnefndra veikinda. Skátar Grunnskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Meirihluti starfsfólks með magakveisu Skólasetningu í Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. 21. ágúst 2017 20:15 Skólasetningu frestað vegna veikinda starfsmanna Nemendur í Hvassaleiti mæta í skólann á fimmtudag en ekki þriðjudag. 21. ágúst 2017 15:12 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Skólastarf í Háaleitisskóla - Hvassaleiti í Reykjavík og Hörðuvallaskóla verður ekki stöðvað vegna veikinda starfsmanna skólans. Ekki er talin hætta á að nemendur smitist. Matarsýking er talin líklegasta ástæðan á veikindum starfsfólksins sem hafa fundið fyrir óþægindum í maga og niðurgang. Veikindin komu upp skömmu eftir að tugir erlendra skáta veiktust í kjölfar nóróveirusýkingar sem kom upp á Úlfljótsvatni. Kviknaði strax grunur um að veikindi skátanna og kennarnna tengdust. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir hins vegarað faraldur magakveisu hafi komið upp meðal starfmanna skólanna tveggja á síðustu tveimur vikum. Stór hluti starfsmanna hafi veikst með magaóþægindum og niðurgangi sem varir í nokkra daga. Ekki hafi borið á ofangreindum veikindum meðal starfsmanna annarra skóla á höfuðborgarsvæðinu og þeir starfsmenn sem hafi veikst virðast ekki hafa smitað aðra í neinum mæli. „Rannsóknir á veikum einstaklingum hafa enn sem komið er ekki leitt í ljós sýkingarvald veikindanna og ekki er ljóst á þessari stundu hvernig einstaklingarnir smituðust en líklegt er að um matarsýkingu sé að ræða,“ segir í tilkynningu frá MAST. Á samráðsfundi sóttvarnalæknis með stjórnendum skólanna, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, umdæmis- og svæðislæknum sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu og Matvælastofnun var ákveðið að senda fleiri sýni í rannsóknir frá veikum einstaklingum og matvælum en þegar hefur verið gert. „Veikum starfsmönnum verður ráðlagt að halda sig heima meðan niðurgangurinn gengur yfir og að auki í einn dag til viðbótar. Hvatt er til almenns hreinlætis og handþvottar og að farið sé eftir leiðbeiningum um meðferð matvæla.“ Ekki er talin hætta á að magakveisan breiðist út til nemenda og því ekki ástæða til að stöðva starfsemi skólanna á grunni sýkingarhættu. Áfram verður fylgst náið með framgangi veikinda í þessum tveimur skólum og hvort faraldrar komi upp í öðrum skólum segir í tilkynningunni. Skólasetning í Háaleitisskóla - Hvassaleiti sem fyrirhuguð var á þriðjudaginn fór ekki fram fyrr en í dag vegna fyrrnefndra veikinda.
Skátar Grunnskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Meirihluti starfsfólks með magakveisu Skólasetningu í Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. 21. ágúst 2017 20:15 Skólasetningu frestað vegna veikinda starfsmanna Nemendur í Hvassaleiti mæta í skólann á fimmtudag en ekki þriðjudag. 21. ágúst 2017 15:12 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Meirihluti starfsfólks með magakveisu Skólasetningu í Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. 21. ágúst 2017 20:15
Skólasetningu frestað vegna veikinda starfsmanna Nemendur í Hvassaleiti mæta í skólann á fimmtudag en ekki þriðjudag. 21. ágúst 2017 15:12
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent