Meirihluti starfsfólks með magakveisu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 20:15 Skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. Skólasetningu hefur verið frestað fram á fimmtudag þar sem 26 af 36 manna starfsliði skólans hefur veikst af magapest á síðustu dögum. Skólasetningu sem átti að vera á morgun hefur verið frestað um að minnsta kosti tvo daga, eða þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að nokkur sýni væru til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir að svör þurfi að fást áður en börnin mæta í skólann. „Við erum að fresta þessu til þess að fá betri mynd af stöðunni og til þess að börnin fái að njóta vafans. Þannig að við séum ekki að stefna þeim í neina hugsanlega magakveisu," segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Ef veikindin reynast nóróveirusýking er ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að fara fram í skólanum og gæti skólastarf því frestast enn frekar. Sviðsstjórinn segir þó allt eins líklegt að um matareitrun eða aðra pest sé að ræða og verða ákvarðanir um áframhaldið teknar þegar það liggur fyrir. „Við bara byrjum á þessu og síðan upplýsum við skólasamfélagið; foreldra og starfsmenn, um áframhaldið," segir Helgi. Leikskólabörn eru nú í Háaleitisskóla sökum myglu sem kom upp í þeirra húsnæði en veikindin hafa hvorki hrjáð börnin né starfsfólkið á þeirri deild. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif á það svæði. Það eru hvorki dæmi um einkenni hjá starfsfólki né börnum sem hafa verið að nýta þann hluta skólahúsnæðisins," segir Helgi. Skátar leigðu Háaleitisskóla í lok júlímánaðar en hópsýking kom síðar upp hjá þeim. Sviðsstjóri skólamála telur þó ólíklegt að veikindin tengist þar sem nokkrar vikur séu liðnar frá dvöl skátanna í skólanum. „Það var hópur sem gisti þarna í seinni hluta júlí og þetta er að koma núna í miðjum ágúst. Þannig að tengslin þarna á milli eru engin," segir Helgi. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. Skólasetningu hefur verið frestað fram á fimmtudag þar sem 26 af 36 manna starfsliði skólans hefur veikst af magapest á síðustu dögum. Skólasetningu sem átti að vera á morgun hefur verið frestað um að minnsta kosti tvo daga, eða þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Í samtali við fréttastofu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að nokkur sýni væru til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Næstu skref verða ákveðin í kjölfarið. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir að svör þurfi að fást áður en börnin mæta í skólann. „Við erum að fresta þessu til þess að fá betri mynd af stöðunni og til þess að börnin fái að njóta vafans. Þannig að við séum ekki að stefna þeim í neina hugsanlega magakveisu," segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Ef veikindin reynast nóróveirusýking er ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að fara fram í skólanum og gæti skólastarf því frestast enn frekar. Sviðsstjórinn segir þó allt eins líklegt að um matareitrun eða aðra pest sé að ræða og verða ákvarðanir um áframhaldið teknar þegar það liggur fyrir. „Við bara byrjum á þessu og síðan upplýsum við skólasamfélagið; foreldra og starfsmenn, um áframhaldið," segir Helgi. Leikskólabörn eru nú í Háaleitisskóla sökum myglu sem kom upp í þeirra húsnæði en veikindin hafa hvorki hrjáð börnin né starfsfólkið á þeirri deild. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif á það svæði. Það eru hvorki dæmi um einkenni hjá starfsfólki né börnum sem hafa verið að nýta þann hluta skólahúsnæðisins," segir Helgi. Skátar leigðu Háaleitisskóla í lok júlímánaðar en hópsýking kom síðar upp hjá þeim. Sviðsstjóri skólamála telur þó ólíklegt að veikindin tengist þar sem nokkrar vikur séu liðnar frá dvöl skátanna í skólanum. „Það var hópur sem gisti þarna í seinni hluta júlí og þetta er að koma núna í miðjum ágúst. Þannig að tengslin þarna á milli eru engin," segir Helgi.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira