Messi kom Argentínu á HM | „Heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 08:00 Lionel Messi fagnar í nótt. Vísir/Getty Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Brasilía, sem vann riðilinn með yfirburðum, sá til þess að Síle sat eftir í sjötta sætinu með því að vinna Alexis Sanchez og félaga 3-0. Brasilía, Úrúgvæ, Argentína og Kólumbía komast beint á HM frá Suður-Ameríku en Perú fer í umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi um eitt laus sæti á HM næst sumar.Argentina, Colombia & Uruguay qualify Messi hat-trick Despair for Chile & Paraguay S America #WCQ review https://t.co/FP7gqkDxeEpic.twitter.com/dvSpXyXxF5 — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Argentínumenn byrjuðu daginn í sjötta sætinu og það mátti því ekkert klikka hjá þeim á erfiðum útivelli í mikilli hæð í Ekvador. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Argentínu í nótt því Ekvador komst yfir eftir aðeins 38 sekúndur en svo tók Lionel Messi yfir og kom í veg fyrir að Argentína missti af HM í fyrsta sinn síðan 1970. „Við erum það heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins. „Við verðum samt að passa upp á það að öll ábyrgðin liggi ekki á herðum Leo [Messi] en í dag sýndi hann okkur hvað hann er megnugur. Ég sagði liðinu fyrir leikinn: Messi skuldar ekki Argentínu HM það er hinsvegar fótboltinn sem skuldar Messi HM. Við skulum hjálpa honum að komast á HM,“ sagði Sampaoli ennfremur eftir leik. Lionel Messi jafnaði metin á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel di Maria og átta mínútum síðar var Messi búinn að koma Argentínumönnum yfir. Hann skoraði síðan þriðja markið eftir mikið einstaklingsframtak. Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og datt niður fyrir Perú á markatölu. 1-0 tap hefði nægt Síle til að ná fimmta sætinu af Perú en nú verða Suður-Ameríkumeistararnir að sætta sig við að sitja heima næsta sumar. Manchester City maðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í leiknum þar af það þriðja þegar allt lið Síle, meira að segja Claudio Bravo markvörður, var komið fram til að reyna að ná inn marki sem hefði skilað þeim í umspilið. Paulinho skoraði þriðja markið fyrir Brasilíumenn. 1-1 jafntefli nægði Perú til að komast í umspilið og Úrúgvæ tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Bólivíu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Brasilía, sem vann riðilinn með yfirburðum, sá til þess að Síle sat eftir í sjötta sætinu með því að vinna Alexis Sanchez og félaga 3-0. Brasilía, Úrúgvæ, Argentína og Kólumbía komast beint á HM frá Suður-Ameríku en Perú fer í umspilsleiki á móti Nýja-Sjálandi um eitt laus sæti á HM næst sumar.Argentina, Colombia & Uruguay qualify Messi hat-trick Despair for Chile & Paraguay S America #WCQ review https://t.co/FP7gqkDxeEpic.twitter.com/dvSpXyXxF5 — #WCQ (@FIFAWorldCup) October 11, 2017 Argentínumenn byrjuðu daginn í sjötta sætinu og það mátti því ekkert klikka hjá þeim á erfiðum útivelli í mikilli hæð í Ekvador. Þetta byrjaði ekki vel fyrir Argentínu í nótt því Ekvador komst yfir eftir aðeins 38 sekúndur en svo tók Lionel Messi yfir og kom í veg fyrir að Argentína missti af HM í fyrsta sinn síðan 1970. „Við erum það heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður,“ sagði Jorge Sampaoli, þjálfari argentínska landsliðsins. „Við verðum samt að passa upp á það að öll ábyrgðin liggi ekki á herðum Leo [Messi] en í dag sýndi hann okkur hvað hann er megnugur. Ég sagði liðinu fyrir leikinn: Messi skuldar ekki Argentínu HM það er hinsvegar fótboltinn sem skuldar Messi HM. Við skulum hjálpa honum að komast á HM,“ sagði Sampaoli ennfremur eftir leik. Lionel Messi jafnaði metin á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel di Maria og átta mínútum síðar var Messi búinn að koma Argentínumönnum yfir. Hann skoraði síðan þriðja markið eftir mikið einstaklingsframtak. Síle tapaði 3-0 fyrir Brasilíu og datt niður fyrir Perú á markatölu. 1-0 tap hefði nægt Síle til að ná fimmta sætinu af Perú en nú verða Suður-Ameríkumeistararnir að sætta sig við að sitja heima næsta sumar. Manchester City maðurinn Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í leiknum þar af það þriðja þegar allt lið Síle, meira að segja Claudio Bravo markvörður, var komið fram til að reyna að ná inn marki sem hefði skilað þeim í umspilið. Paulinho skoraði þriðja markið fyrir Brasilíumenn. 1-1 jafntefli nægði Perú til að komast í umspilið og Úrúgvæ tryggði sér annað sætið með 4-2 sigri á Bólivíu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira