Fleiri sækja um greiðsluaðlögun þrátt fyrir bætta skuldastöðu Sveinn Arnarsson skrifar 11. október 2017 06:00 Fleiri leita nú á náðir umboðsmanns skuldara fyrstu átta mánuði ársins en síðustu fimm ár. vísir/vilhelm Umsóknum um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara hefur fjölgað á sama tíma og eiginfjárstaða einstaklinga hefur stórbatnað. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs bárust 326 umsóknir. Embættinu hafa ekki borist fleiri umsóknir á sama tímabili síðustu fimm árin. Samtals hafa rúmlega sjö þúsund umsóknir borist Umboðsmanni skuldara síðan embættið tók til starfa í ágúst 2010. Á bak við hverja og eina getur verið annars vegar einstaklingur og hins vegar sambýlisfólk eða hjón. Því eru fleiri einstaklingar sem sækja um greiðsluaðlögun en fjöldi umsókna gefur til kynna.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ.vísir/pjeturRúmlega fjörutíu þúsund manns voru með neikvætt eigið fé, skulduðu meira en þau áttu, um síðustu áramót. Að sama skapi átti efsta eignatíundin, 20.860 einstaklingar, meira en allir aðrir landsmenn til samans. Átti hver þeirra að meðaltali um 100 milljónir í hreina eign, Hrein eign landsmanna hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2010 og staða allra tíundahópa batnað gríðarlega. Þetta kom fram í tölum Hagstofunnar í síðustu viku um dreifingu eiginfjár einstaklinga eftir tíundum frá árinu 2010-2016. Árið 2010 var eigið fé einstaklinga hér á landi samtals um 1.565 milljarðar króna. Við síðustu áramót var samanlagt eigið fé einstaklinga 3.343 milljarðar. Eigið fé allra tíunda hefur stóraukist á þessu tímabili sem er eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslendinga. Neðsta tíundin, sem lakast stóð hvað varðar stöðu eiginfjár, hafði neikvætt eigið fé upp á um 400 milljarða í árslok 2010. Árið 2016 hafði staða þessa hóps skánað um helming og nemur mínusinn nú um 200 milljörðum króna. Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir bætta eiginfjárstöðu einstaklinga skýrast að miklu leyti af hækkandi fasteignaverði hér á landi. „Þetta hefur ekkert með ráðstöfunartekjur landsmanna að gera. Það getur alveg verið svo að eigið fé einstaklinga fari hækkandi vegna hækkandi fasteignaverðs heimila þeirra en á sama tíma fari ráðstöfunartekjur þeirra lækkandi,“ segir Henný. Efsta tíundin á eigið fé sem samsvarar um tvö þúsund milljörðum króna og hefur hækkað um 700 milljarða frá árinu 2010. Samanlagt eigið fé allra hinna hópanna er um 1.280 milljarðar. Eiginfjárstaða er mismunur á heildareignum og heildarskuldum einstaklinga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Umsóknum um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara hefur fjölgað á sama tíma og eiginfjárstaða einstaklinga hefur stórbatnað. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs bárust 326 umsóknir. Embættinu hafa ekki borist fleiri umsóknir á sama tímabili síðustu fimm árin. Samtals hafa rúmlega sjö þúsund umsóknir borist Umboðsmanni skuldara síðan embættið tók til starfa í ágúst 2010. Á bak við hverja og eina getur verið annars vegar einstaklingur og hins vegar sambýlisfólk eða hjón. Því eru fleiri einstaklingar sem sækja um greiðsluaðlögun en fjöldi umsókna gefur til kynna.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ.vísir/pjeturRúmlega fjörutíu þúsund manns voru með neikvætt eigið fé, skulduðu meira en þau áttu, um síðustu áramót. Að sama skapi átti efsta eignatíundin, 20.860 einstaklingar, meira en allir aðrir landsmenn til samans. Átti hver þeirra að meðaltali um 100 milljónir í hreina eign, Hrein eign landsmanna hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2010 og staða allra tíundahópa batnað gríðarlega. Þetta kom fram í tölum Hagstofunnar í síðustu viku um dreifingu eiginfjár einstaklinga eftir tíundum frá árinu 2010-2016. Árið 2010 var eigið fé einstaklinga hér á landi samtals um 1.565 milljarðar króna. Við síðustu áramót var samanlagt eigið fé einstaklinga 3.343 milljarðar. Eigið fé allra tíunda hefur stóraukist á þessu tímabili sem er eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslendinga. Neðsta tíundin, sem lakast stóð hvað varðar stöðu eiginfjár, hafði neikvætt eigið fé upp á um 400 milljarða í árslok 2010. Árið 2016 hafði staða þessa hóps skánað um helming og nemur mínusinn nú um 200 milljörðum króna. Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir bætta eiginfjárstöðu einstaklinga skýrast að miklu leyti af hækkandi fasteignaverði hér á landi. „Þetta hefur ekkert með ráðstöfunartekjur landsmanna að gera. Það getur alveg verið svo að eigið fé einstaklinga fari hækkandi vegna hækkandi fasteignaverðs heimila þeirra en á sama tíma fari ráðstöfunartekjur þeirra lækkandi,“ segir Henný. Efsta tíundin á eigið fé sem samsvarar um tvö þúsund milljörðum króna og hefur hækkað um 700 milljarða frá árinu 2010. Samanlagt eigið fé allra hinna hópanna er um 1.280 milljarðar. Eiginfjárstaða er mismunur á heildareignum og heildarskuldum einstaklinga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira