Umhverfisráðherra segir ótækt að Íslendingar þurfi að kaupa kolefniskvóta Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2017 14:00 Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar. Vísir/Eyþór Íslendingar gætu þurft að greiða milljarða fyrir kaup á kolefniskvótum á næstu árum þar sem allt bendir til að þjóðin uppfylli ekki alþjóðleg markmið í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar en til þess að svo verði þurfi að draga mjög úr útblæstri frá umferðinni. Í úttekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að aukinn straumur ferðamanna sem og aukin bílaeign landsmanna hefur veruleg áhrif á markmið Íslands í loftlagsmálum og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem landið hefur gengist undir. Samkvæmt þeim stefna Íslendingar að því að losun gróurhúslofttegunda verði 20 prósentum minni árið 2020 en losunin var árið 2005. Þá átti losun frá samgöngum að vera 23 prósent minni eftir þrjú ár en hún var árið 2008, en í úttekt Morgunblaðsins segir að Vegagerðin áætli að umferð á hringveginum á þessu ári verði 31 prósent meiri en hún var árið 2008. Þetta þýðir að íslensk stjórnvöld verða að kaupa kolefniskvóta á hnattrænum markaði og gæti það kallað á milljarða útgjöld á næsta áratug. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir ekki koma á óvart aðÍsland nái ekki að óbreyttu að uppfylla skuldbindingar sínar. „Nei hún kemur ekki á óvart en eins og þú réttilega segir, að óbreyttu lítur ekki út fyrir að við náum markmiðinu. Ég hef hins vegar lagt áherslu á að við tökum okkur tak og við höfum gert það síðan í janúar,“ segir Björt.Aðgerðaráætlun lögð fram fyrir árslok En þá hafi farið af stað samvinna allra ráðuneyta um aðgerðir í loftlagsmálum þvert á ráðuneyti og einstaka hluta samfélagsins. Þessi vinna sé í forgangi í umhverfisráðuneytinu.„Þannig að við ætlum auðvitað að minnka þessa losun. En tíminn er nokkuð knappur til 2020 þegar Kyoto bókunin rennur sit skeið eða henni lýkur,“ segir umhverfisráðherra. Stjórnvöld horfi aftur á mót fram á veginn til 2030 og lengra. Í lok þessa árs ljúki vinnu starfshóps og þá verði lögð fram heildstæð áætlun. Hins vegar sé ólíklegt að markmiðum verði náð eftir þrjú ár, það er að segja árið 2020. „Það þyrfti að gerast frekar mikið kraftaverk til að við stæðumst allar skuldbindingar þá. Fólk var of sofandi varðandi þessi mál hér áður fyrr. En núna erum við svo sannarlega glaðvöknuð og erum að vinna í þessu hratt og vel. Erum að horfa til 2030 og svo áfram lengra inn í framtíðina, að verða algerlega kolefnishlutlaus,“ segir umhverfisráðherra.Ótækt að greiða fyrir losun Björt segir ótækt að Íslendingar þurfi að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda þegar auðvelt sé að minnka hana. Það þurfi meðal annars að gerast með rafbílavæðingu og verið sé að auðvelda hana með fjölgun hleðslustöðva. Síðan hafi hún kynnt í gær drög að breytingum á byggingareglugerð þannig að í nýjum byggingum sé gert ráð fyrir hleðslu rafbíla. En nú er engu að síður útlit fyrir að stjórnvöld þurfi að greiða milljarða á næstu árum fyrir kolefniskvóta. „Ég vinn að því alla daga að svo verði ekki. Ég er að einbeita mér að því. En jú, jú það kemur að skuldauppgjöri árið 2020. Ég legg alla áherslu á að það verði sem best fyrir okkur. Við verðum auðvitað að hafa það þannig hér á Íslandi að við séum ekki að borga fyrir losun þegar við getum á svo auðveldan hátt minnkað hana,“ segir Björt Ólafsdóttir. Umhverfismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Íslendingar gætu þurft að greiða milljarða fyrir kaup á kolefniskvótum á næstu árum þar sem allt bendir til að þjóðin uppfylli ekki alþjóðleg markmið í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra segir róið að því öllum árum að Íslendingar uppfylli skuldbindingar sínar en til þess að svo verði þurfi að draga mjög úr útblæstri frá umferðinni. Í úttekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að aukinn straumur ferðamanna sem og aukin bílaeign landsmanna hefur veruleg áhrif á markmið Íslands í loftlagsmálum og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem landið hefur gengist undir. Samkvæmt þeim stefna Íslendingar að því að losun gróurhúslofttegunda verði 20 prósentum minni árið 2020 en losunin var árið 2005. Þá átti losun frá samgöngum að vera 23 prósent minni eftir þrjú ár en hún var árið 2008, en í úttekt Morgunblaðsins segir að Vegagerðin áætli að umferð á hringveginum á þessu ári verði 31 prósent meiri en hún var árið 2008. Þetta þýðir að íslensk stjórnvöld verða að kaupa kolefniskvóta á hnattrænum markaði og gæti það kallað á milljarða útgjöld á næsta áratug. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir ekki koma á óvart aðÍsland nái ekki að óbreyttu að uppfylla skuldbindingar sínar. „Nei hún kemur ekki á óvart en eins og þú réttilega segir, að óbreyttu lítur ekki út fyrir að við náum markmiðinu. Ég hef hins vegar lagt áherslu á að við tökum okkur tak og við höfum gert það síðan í janúar,“ segir Björt.Aðgerðaráætlun lögð fram fyrir árslok En þá hafi farið af stað samvinna allra ráðuneyta um aðgerðir í loftlagsmálum þvert á ráðuneyti og einstaka hluta samfélagsins. Þessi vinna sé í forgangi í umhverfisráðuneytinu.„Þannig að við ætlum auðvitað að minnka þessa losun. En tíminn er nokkuð knappur til 2020 þegar Kyoto bókunin rennur sit skeið eða henni lýkur,“ segir umhverfisráðherra. Stjórnvöld horfi aftur á mót fram á veginn til 2030 og lengra. Í lok þessa árs ljúki vinnu starfshóps og þá verði lögð fram heildstæð áætlun. Hins vegar sé ólíklegt að markmiðum verði náð eftir þrjú ár, það er að segja árið 2020. „Það þyrfti að gerast frekar mikið kraftaverk til að við stæðumst allar skuldbindingar þá. Fólk var of sofandi varðandi þessi mál hér áður fyrr. En núna erum við svo sannarlega glaðvöknuð og erum að vinna í þessu hratt og vel. Erum að horfa til 2030 og svo áfram lengra inn í framtíðina, að verða algerlega kolefnishlutlaus,“ segir umhverfisráðherra.Ótækt að greiða fyrir losun Björt segir ótækt að Íslendingar þurfi að greiða fyrir losun gróðurhúsalofttegunda þegar auðvelt sé að minnka hana. Það þurfi meðal annars að gerast með rafbílavæðingu og verið sé að auðvelda hana með fjölgun hleðslustöðva. Síðan hafi hún kynnt í gær drög að breytingum á byggingareglugerð þannig að í nýjum byggingum sé gert ráð fyrir hleðslu rafbíla. En nú er engu að síður útlit fyrir að stjórnvöld þurfi að greiða milljarða á næstu árum fyrir kolefniskvóta. „Ég vinn að því alla daga að svo verði ekki. Ég er að einbeita mér að því. En jú, jú það kemur að skuldauppgjöri árið 2020. Ég legg alla áherslu á að það verði sem best fyrir okkur. Við verðum auðvitað að hafa það þannig hér á Íslandi að við séum ekki að borga fyrir losun þegar við getum á svo auðveldan hátt minnkað hana,“ segir Björt Ólafsdóttir.
Umhverfismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira