Yfirlýsing frá stjórnarandstöðunni: „Dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð“ Tryggvi Páll Tryggvason. skrifar 14. mars 2017 15:59 Stjórnarandstaðan er ósátt við skort á samráði. Vísir/Anton Brink Formenn og fulltrúar flokkanna sem sitja í stjórnarandstöðu lýsa yfir undrun sinni á því að ekki var haft samráð við flokkanna fjóra þegar skipuð verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnu Seðlabankans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu formanna og fulltrúa Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar.Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu var skipuð um helgina og í henni eiga sæti Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna segir að þessir þrír aðilar hafi verið skipaðir án samráðs við minnihlutann á Alþingi. Segir í yfirlýsingunni að þar með hafi ríkisstjórn misst af tækifæri til þess að skapa þverpólitíska sátt um vinnu verkefnastjórnarinnar. „Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.Yfirlýsing frá formönnum og fulltrúum Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar í heild sinni„Ábyrg og vönduð mótun peningastefnu er lykilatriði að hagsæld Íslands. Endurskoðun á peningastefnunni er eitt mikilvægasta verkefnið sem Ísland stendur frammi fyrir. Formenn og fulltrúar Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar lýsa því undrun sinni á verklagi ríkisstjórnarinnar við skipan verkefnastjórnar um endurskoðun á peningastefnu Seðlabankans. Þar hafa þrír aðilar verið skipaðir án nokkurs samráðs við minnihlutann á Alþingi og var formönnum og fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna tilkynnt um þessa skipan í fyrradag.Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi.Þarna hafði ríkisstjórnin tækifæri til að skipa nefnd sérfræðinga í góðu samráði við alla flokka á þingi og tryggja þannig þverpólitíska sátt um þá vinnu sem er framundan. Ríkisstjórnin nýtti ekki þetta tækifæri en bendir á samráðsnefnd þingflokka sem hefur óljósu hlutverki að gegna við þetta verkefni. Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi.“ Alþingi Tengdar fréttir Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Formenn og fulltrúar flokkanna sem sitja í stjórnarandstöðu lýsa yfir undrun sinni á því að ekki var haft samráð við flokkanna fjóra þegar skipuð verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnu Seðlabankans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu formanna og fulltrúa Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar.Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu var skipuð um helgina og í henni eiga sæti Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna segir að þessir þrír aðilar hafi verið skipaðir án samráðs við minnihlutann á Alþingi. Segir í yfirlýsingunni að þar með hafi ríkisstjórn misst af tækifæri til þess að skapa þverpólitíska sátt um vinnu verkefnastjórnarinnar. „Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.Yfirlýsing frá formönnum og fulltrúum Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar í heild sinni„Ábyrg og vönduð mótun peningastefnu er lykilatriði að hagsæld Íslands. Endurskoðun á peningastefnunni er eitt mikilvægasta verkefnið sem Ísland stendur frammi fyrir. Formenn og fulltrúar Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar lýsa því undrun sinni á verklagi ríkisstjórnarinnar við skipan verkefnastjórnar um endurskoðun á peningastefnu Seðlabankans. Þar hafa þrír aðilar verið skipaðir án nokkurs samráðs við minnihlutann á Alþingi og var formönnum og fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna tilkynnt um þessa skipan í fyrradag.Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi.Þarna hafði ríkisstjórnin tækifæri til að skipa nefnd sérfræðinga í góðu samráði við alla flokka á þingi og tryggja þannig þverpólitíska sátt um þá vinnu sem er framundan. Ríkisstjórnin nýtti ekki þetta tækifæri en bendir á samráðsnefnd þingflokka sem hefur óljósu hlutverki að gegna við þetta verkefni. Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi.“
Alþingi Tengdar fréttir Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40