Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2017 17:38 Lögregla handtók manninn á þriðja tímanum um nóttina eftir að starfsfólk Four Seasons hótelsins hafði haft samband. Four Seasons Austin Tæplega fertugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Austin í Texas í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á íslenska kærustu sína sem mjög sá á. DV greindi fyrst frá málinu í morgun en maðurinn var handtekinn klukkan 2:15 að næturlagi á hóteli í miðbæ Austin. Var hann í haldi í Travis County fangelsinu í Texas þar til síðdegis daginn eftir. Hann var látinn laus úr fangelsinu gegn greiðslu sex þúsund dollara tryggingafjár eða sem nemur rúmlega 650 þúsund krónum. Samkvæmt heimildum Vísis var hann ekki úrskurðaður í farbann og er hann kominn aftur til Íslands.Heimilisofbeldismál tekin föstum tökum í Texas Þolendur í heimilisofbeldismálum í Texas þurfa ekki að kæra málin til lögreglu heldur sér lögregla sjálf um að rannsaka málin, óháð vilja þolenda í málinu. Málið er því á borði lögreglu sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verði sóttur til saka. Heyrir til undantekninga að saksóknari falli frá ákæru í heimilisofbeldismálum í Texas. Þangað til árið 2015 var þetta ekki tilfellið en það breyttist með verklagsreglum ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi árið 2015. Síðan þá getur lögregla haldið máli gegn meintum ofbeldismanni til streitu leiki grunur á ofbeldi jafnvel þótt brotaþoli vilji af einhverjum ástæðum draga kæru sína til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austin var það starfsfólk Four Seasons hótelsins í miðbæ Austin sem gerði lögreglu viðvart. Ákvað lögregla að eigin frumkvæði að handtaka manninn þar sem ástandið þótti það alvarlegt. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. Hann hefur þó eftir því sem Vísir kemst næst aldrei hlotið dóm fyrir. Uppfært klukkan 21:01 með upplýsingum um verklagsreglur í heimilisofbeldismálum hér á landi. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Tæplega fertugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Austin í Texas í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á íslenska kærustu sína sem mjög sá á. DV greindi fyrst frá málinu í morgun en maðurinn var handtekinn klukkan 2:15 að næturlagi á hóteli í miðbæ Austin. Var hann í haldi í Travis County fangelsinu í Texas þar til síðdegis daginn eftir. Hann var látinn laus úr fangelsinu gegn greiðslu sex þúsund dollara tryggingafjár eða sem nemur rúmlega 650 þúsund krónum. Samkvæmt heimildum Vísis var hann ekki úrskurðaður í farbann og er hann kominn aftur til Íslands.Heimilisofbeldismál tekin föstum tökum í Texas Þolendur í heimilisofbeldismálum í Texas þurfa ekki að kæra málin til lögreglu heldur sér lögregla sjálf um að rannsaka málin, óháð vilja þolenda í málinu. Málið er því á borði lögreglu sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verði sóttur til saka. Heyrir til undantekninga að saksóknari falli frá ákæru í heimilisofbeldismálum í Texas. Þangað til árið 2015 var þetta ekki tilfellið en það breyttist með verklagsreglum ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi árið 2015. Síðan þá getur lögregla haldið máli gegn meintum ofbeldismanni til streitu leiki grunur á ofbeldi jafnvel þótt brotaþoli vilji af einhverjum ástæðum draga kæru sína til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austin var það starfsfólk Four Seasons hótelsins í miðbæ Austin sem gerði lögreglu viðvart. Ákvað lögregla að eigin frumkvæði að handtaka manninn þar sem ástandið þótti það alvarlegt. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. Hann hefur þó eftir því sem Vísir kemst næst aldrei hlotið dóm fyrir. Uppfært klukkan 21:01 með upplýsingum um verklagsreglur í heimilisofbeldismálum hér á landi.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira