Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2017 17:38 Lögregla handtók manninn á þriðja tímanum um nóttina eftir að starfsfólk Four Seasons hótelsins hafði haft samband. Four Seasons Austin Tæplega fertugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Austin í Texas í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á íslenska kærustu sína sem mjög sá á. DV greindi fyrst frá málinu í morgun en maðurinn var handtekinn klukkan 2:15 að næturlagi á hóteli í miðbæ Austin. Var hann í haldi í Travis County fangelsinu í Texas þar til síðdegis daginn eftir. Hann var látinn laus úr fangelsinu gegn greiðslu sex þúsund dollara tryggingafjár eða sem nemur rúmlega 650 þúsund krónum. Samkvæmt heimildum Vísis var hann ekki úrskurðaður í farbann og er hann kominn aftur til Íslands.Heimilisofbeldismál tekin föstum tökum í Texas Þolendur í heimilisofbeldismálum í Texas þurfa ekki að kæra málin til lögreglu heldur sér lögregla sjálf um að rannsaka málin, óháð vilja þolenda í málinu. Málið er því á borði lögreglu sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verði sóttur til saka. Heyrir til undantekninga að saksóknari falli frá ákæru í heimilisofbeldismálum í Texas. Þangað til árið 2015 var þetta ekki tilfellið en það breyttist með verklagsreglum ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi árið 2015. Síðan þá getur lögregla haldið máli gegn meintum ofbeldismanni til streitu leiki grunur á ofbeldi jafnvel þótt brotaþoli vilji af einhverjum ástæðum draga kæru sína til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austin var það starfsfólk Four Seasons hótelsins í miðbæ Austin sem gerði lögreglu viðvart. Ákvað lögregla að eigin frumkvæði að handtaka manninn þar sem ástandið þótti það alvarlegt. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. Hann hefur þó eftir því sem Vísir kemst næst aldrei hlotið dóm fyrir. Uppfært klukkan 21:01 með upplýsingum um verklagsreglur í heimilisofbeldismálum hér á landi. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Tæplega fertugur íslenskur karlmaður var handtekinn í Austin í Texas í Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Maðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa ráðist á íslenska kærustu sína sem mjög sá á. DV greindi fyrst frá málinu í morgun en maðurinn var handtekinn klukkan 2:15 að næturlagi á hóteli í miðbæ Austin. Var hann í haldi í Travis County fangelsinu í Texas þar til síðdegis daginn eftir. Hann var látinn laus úr fangelsinu gegn greiðslu sex þúsund dollara tryggingafjár eða sem nemur rúmlega 650 þúsund krónum. Samkvæmt heimildum Vísis var hann ekki úrskurðaður í farbann og er hann kominn aftur til Íslands.Heimilisofbeldismál tekin föstum tökum í Texas Þolendur í heimilisofbeldismálum í Texas þurfa ekki að kæra málin til lögreglu heldur sér lögregla sjálf um að rannsaka málin, óháð vilja þolenda í málinu. Málið er því á borði lögreglu sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verði sóttur til saka. Heyrir til undantekninga að saksóknari falli frá ákæru í heimilisofbeldismálum í Texas. Þangað til árið 2015 var þetta ekki tilfellið en það breyttist með verklagsreglum ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tóku gildi árið 2015. Síðan þá getur lögregla haldið máli gegn meintum ofbeldismanni til streitu leiki grunur á ofbeldi jafnvel þótt brotaþoli vilji af einhverjum ástæðum draga kæru sína til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austin var það starfsfólk Four Seasons hótelsins í miðbæ Austin sem gerði lögreglu viðvart. Ákvað lögregla að eigin frumkvæði að handtaka manninn þar sem ástandið þótti það alvarlegt. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. Hann hefur þó eftir því sem Vísir kemst næst aldrei hlotið dóm fyrir. Uppfært klukkan 21:01 með upplýsingum um verklagsreglur í heimilisofbeldismálum hér á landi.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira