Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 13:30 Fulltrúar fjögurra flokka funda nú á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar. Heimilishundurinn Kjói vekur mikla lukku. Vísir/Ernir Erfiðustu málin verða afgreidd fyrst í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins áður en lengra verður haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu að hún sé bjartsýn. Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að líta inn fyrir á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem flokkarnir funda. Hlé var gert á fundi um hádegi og fengu fulltrúar flokkanna sér flatböku í hádegismat. Þá vakti heimilishundurinn Kjói mikla lukku meðal fundarmanna. Katrín segir að fyrst verði farið yfir þau mál sem þau telja að geti orðið hverjum flokki fyrir sig erfiðust. Það verður gert áður en farið verður í að skipa niður starfshópa en það gæti gerst eftir nokkra daga ef viðræður ganga vel. Hún reiknar þó með því að nokkrir dagar líður áður en fólk fari að sjá til lands í viðræðunum.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirEkki er vitað hvenær þing kemur saman á ný, en Katrín segir það æskilegt að ljóst verði hvort þessi stjórn nái saman áður en þing kemur saman. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær sagði Katrín að hún liti svo á að fyrirhuguð ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar ráðst í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum. Þá leggur hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Erfiðustu málin verða afgreidd fyrst í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins áður en lengra verður haldið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við fréttastofu að hún sé bjartsýn. Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að líta inn fyrir á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem flokkarnir funda. Hlé var gert á fundi um hádegi og fengu fulltrúar flokkanna sér flatböku í hádegismat. Þá vakti heimilishundurinn Kjói mikla lukku meðal fundarmanna. Katrín segir að fyrst verði farið yfir þau mál sem þau telja að geti orðið hverjum flokki fyrir sig erfiðust. Það verður gert áður en farið verður í að skipa niður starfshópa en það gæti gerst eftir nokkra daga ef viðræður ganga vel. Hún reiknar þó með því að nokkrir dagar líður áður en fólk fari að sjá til lands í viðræðunum.Góður andi var í hópnum þegar fréttamenn fengu að kíkja inn á Syðra Langholt.Vísir/ErnirEkki er vitað hvenær þing kemur saman á ný, en Katrín segir það æskilegt að ljóst verði hvort þessi stjórn nái saman áður en þing kemur saman. Á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær sagði Katrín að hún liti svo á að fyrirhuguð ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar ráðst í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum. Þá leggur hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45
Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58
Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16