Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 16:58 Katrín ræðir við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. Vísir/Eyþór Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór á fund forseta í dag og hlaut umboð til að hefja formlegar viðræður. Hún segir að lögð verði áhersla á stóru málin og nefndi þar heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál meðal annars. „Aukinheldur legg ég sérstaklega áherslu á, annars vegar jafnrétti og hins vegar loftslagsmál, að þau verði í öndvegi,“ sagði Katrín við blaðamenn að loknum fundi sínum með forsetanum. Hún segist enn fremur vilja leggja áherslu á aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi, í ljósi þess að fjögurra flokka stjórn myndi hafa tæpan meirihluta á þingi. „Við munum setjast yfir þetta á morgun, við munum hefja þær formlega á morgun. Við munum leggja okkur fram við að vinna hratt þannig að línur ættu að skýrast á næstu dögum.“Bjartsýnni en fyrir ári Katrín segist vera bjartsýnni á það nú heldur en fyrir ári síðan að samstaða náist um breiða stjórn. Erfitt reyndist að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar fyrir ári og reyndu nokkrir formenn að spreyta sig áður en sátt náðist um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Meðal annars voru gerðar nokkrar tilraunir til að mynda ríkisstjórn fimm flokka en það gekk þó ekki upp á endanum. „Ég bý að reynslunni og við mörg hver búum að reynslunni frá því fyrir ári og ég vil segja að öll þau samtöl sem ég hef átt núna hafa mér þótt vera uppbyggilegri en fyrir ári.“ Hún segi að skuldbinding liggi fyrir af hálfu allra flokkanna fjögurra til að reyna eftir bestu getu að sammælast um stjórnarsáttmála. Þá hafa flokkarnir um skiptingu ráðuneyta en að engin niðurstaða sé komin í það mál. „Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór á fund forseta í dag og hlaut umboð til að hefja formlegar viðræður. Hún segir að lögð verði áhersla á stóru málin og nefndi þar heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál meðal annars. „Aukinheldur legg ég sérstaklega áherslu á, annars vegar jafnrétti og hins vegar loftslagsmál, að þau verði í öndvegi,“ sagði Katrín við blaðamenn að loknum fundi sínum með forsetanum. Hún segist enn fremur vilja leggja áherslu á aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi, í ljósi þess að fjögurra flokka stjórn myndi hafa tæpan meirihluta á þingi. „Við munum setjast yfir þetta á morgun, við munum hefja þær formlega á morgun. Við munum leggja okkur fram við að vinna hratt þannig að línur ættu að skýrast á næstu dögum.“Bjartsýnni en fyrir ári Katrín segist vera bjartsýnni á það nú heldur en fyrir ári síðan að samstaða náist um breiða stjórn. Erfitt reyndist að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar fyrir ári og reyndu nokkrir formenn að spreyta sig áður en sátt náðist um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Meðal annars voru gerðar nokkrar tilraunir til að mynda ríkisstjórn fimm flokka en það gekk þó ekki upp á endanum. „Ég bý að reynslunni og við mörg hver búum að reynslunni frá því fyrir ári og ég vil segja að öll þau samtöl sem ég hef átt núna hafa mér þótt vera uppbyggilegri en fyrir ári.“ Hún segi að skuldbinding liggi fyrir af hálfu allra flokkanna fjögurra til að reyna eftir bestu getu að sammælast um stjórnarsáttmála. Þá hafa flokkarnir um skiptingu ráðuneyta en að engin niðurstaða sé komin í það mál. „Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16