Myndbandið sem bandaríski geimfarinn Randy Bresnik deildi á Twitter í gær var tekið þegar hann og Joe Acaba fóru í geimgöngu á dögunum. Það sýnir þegar Bresnik klifrar fyrst út um lúgu geimstöðvarinnar þar sem fagurblá jörðin og kolsvartur geimurinn blasa við.
Diving head-first into the vastness of space. How spectacular is that view? @Space_Station #spacewalk pic.twitter.com/KeJQWanN1F
— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 4, 2017
Geimstöðin er á braut um jörðu í rúmlega fjögur hundruð kílómetra hæð yfir yfirborði hennar. Hún flýgur á meira en sjö kílómetra hraða á sekúndu og tekur það hana um það bil eina og hálfa klukkustund að fara einn hring í kringum jörðina.
Myndskeið sem ítalski geimfarinn Paolo Nespoli tók af jörðinni og birt var á Youtube á föstudag sýnir hluta af einni hringferð þar sem geimstöðin flýgur yfir Kaliforníu og Mexíkó.