Ætla að bjóða gjaldfrjáls námsgögn á næsta skólaári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 15:21 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, mælir nú fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar á fundi borgarstjórnar. Vísir/anton Meirihluti borgarstjórnar hefur lagt til að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum borgarinnar á næsta skólaári, 2018 til 2019. Verði þessi tillaga samþykkt , sem yfirgnæfandi líkur eru á, á fundi borgarstjórnar í dag bætist Reykjavíkurborg í hóp sveitarfélaga sem bjóða grunnskólabörnum gjaldfrjáls námsgögn. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá þessari tillögu í ræðu sem hann hélt á fundi borgarstjórnar í dag þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er nú til umræðu. „Með þessu er verið að bregðast meðal annars við ákalli Barnaheilla og foreldrafélaganna í Breiðholti og líka Framsóknar og flugvallarvina sem lögðu þetta til fyrr á þessu ári,“ sagði Dagur í ræðu sinni. Farið verður í útboð fyrir alla grunnskóla í Reykjavík og verður fjárheimildum skóla-og frístundasviðs breytt í samræmi við niðurstöður útboðsins, segir í tillögu meirihlutans. Þó nokkur umræða hefur farið fram undanfarin ár um gjaldfrjáls námsgögn og hafa Barnaheill bent á það kostnaður foreldra og forráðamanna grunnskólabarna vegna námsgagna geti hlaupið á tugum þúsunda. Þá benti Barnaheill á það í maí í fyrra að innkaupalistar grunnskólabarna samræmist ekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem hann kveður á um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds og að ekki megi mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Á meðal sveitarfélaga sem bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn eru Akranes, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Blönduós og Akureyri en á vef Barnaheilla má finna nánari upplýsingar um það hvaða sveitarfélög bjóða upp á þessa þjónustu. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fundi borgarstjórnar í beinni. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02 Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00 Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar hefur lagt til að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum borgarinnar á næsta skólaári, 2018 til 2019. Verði þessi tillaga samþykkt , sem yfirgnæfandi líkur eru á, á fundi borgarstjórnar í dag bætist Reykjavíkurborg í hóp sveitarfélaga sem bjóða grunnskólabörnum gjaldfrjáls námsgögn. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá þessari tillögu í ræðu sem hann hélt á fundi borgarstjórnar í dag þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er nú til umræðu. „Með þessu er verið að bregðast meðal annars við ákalli Barnaheilla og foreldrafélaganna í Breiðholti og líka Framsóknar og flugvallarvina sem lögðu þetta til fyrr á þessu ári,“ sagði Dagur í ræðu sinni. Farið verður í útboð fyrir alla grunnskóla í Reykjavík og verður fjárheimildum skóla-og frístundasviðs breytt í samræmi við niðurstöður útboðsins, segir í tillögu meirihlutans. Þó nokkur umræða hefur farið fram undanfarin ár um gjaldfrjáls námsgögn og hafa Barnaheill bent á það kostnaður foreldra og forráðamanna grunnskólabarna vegna námsgagna geti hlaupið á tugum þúsunda. Þá benti Barnaheill á það í maí í fyrra að innkaupalistar grunnskólabarna samræmist ekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem hann kveður á um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds og að ekki megi mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Á meðal sveitarfélaga sem bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn eru Akranes, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Blönduós og Akureyri en á vef Barnaheilla má finna nánari upplýsingar um það hvaða sveitarfélög bjóða upp á þessa þjónustu. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fundi borgarstjórnar í beinni.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02 Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00 Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02
Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00
Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00