Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2017 13:02 Börn í Víðistaðaskóla fengu afhent skólagögn fyrr í dag. vísir/sigurjón Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fá í dag skólagögn en afhending stílabóka og ritfanga tafðist í fimm vikur. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa 710 nemendur skólans verið án gagna í skólanum í fimm vikur þar sem aðeins brotabrot höfðu borist frá birgi. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," sagði Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í kvöldfréttum í gær.Mannleg mistökUm miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli fékk ekki gögnin vegna mannlegra mistaka. Í tilkynningu á vef Hafnarfjarðabæjar kemur fram að eftir að Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafi samþykkt gjaldfrjálsa grunnskólagöngu í bæjarfélaginu hafi verkefnið verið boðið út og Penninn Eymundson hafi verið með hagstæðasta tilboðið og tekið jafnframt að sér að útvega gögnin. „Þrátt fyrir athugasemdir frá skólanum og starfsfólki á Fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins taldi birginn að vörurnar væru komnar eða væru á leiðinni. Um það var tekist í óþarflega langan tíma og þolinmæði kennara og starfsfólk skólans brást í lok síðustu viku. Í kjölfarið gerði birginn sér grein fyrir að mannleg mistök hefðu verið gerð hjá þeim í afhendingarferlinu og hófst hann þá samstundis handa við að klára afhendinguna.”Sjá einnig: Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikurNemendur Víðistaðaskóla voru án skólagagna í fimm vikur. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri sagði þetta hafa reynt mikið á.vísir/sigurjónInnri verkferlar verða skoðaðirBæjarstjórinn hefur fundað með kennurum og starfsfólki og þakkaði þeim fyrir að halda skólastarfinu gangandi við erfiðar aðstæður. Rætt var um lærdóminn sem mætti draga af þessu til þess að bæta ferla fyrir næsta skólaár. Segir ennfremur í tilkynningunni: „Fulltrúar Pennans hafa komið á framfæri bæði við skólastjórnendur og annarra starfsmanna sem að ferlinu komu að þeir harmi þessu leiðu mistök og nú verði allt gert til þess að bæta úr þessu. Penninn afhenti stærsta hluta óafgreiddu gagnanna í morgun og nú er verið að vinna hörðum höndum við það að koma gögnunum inn í bekkina til barnanna. Restin verður afhend eftir hádegi.” Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og skoða hvort eitthvað hefði getað farið betur í samskiptum við birgjann. Vinnuhópur verður settur saman skipaður fulltrúum kennara, skólastjórnenda, Fræðslu- og frístundaþjónustu og kjörinna fulltrúa til að undirbúa útboð, innkaup og afhendingu gagna fyrir næsta skólaár. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fá í dag skólagögn en afhending stílabóka og ritfanga tafðist í fimm vikur. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa 710 nemendur skólans verið án gagna í skólanum í fimm vikur þar sem aðeins brotabrot höfðu borist frá birgi. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," sagði Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í kvöldfréttum í gær.Mannleg mistökUm miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli fékk ekki gögnin vegna mannlegra mistaka. Í tilkynningu á vef Hafnarfjarðabæjar kemur fram að eftir að Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafi samþykkt gjaldfrjálsa grunnskólagöngu í bæjarfélaginu hafi verkefnið verið boðið út og Penninn Eymundson hafi verið með hagstæðasta tilboðið og tekið jafnframt að sér að útvega gögnin. „Þrátt fyrir athugasemdir frá skólanum og starfsfólki á Fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins taldi birginn að vörurnar væru komnar eða væru á leiðinni. Um það var tekist í óþarflega langan tíma og þolinmæði kennara og starfsfólk skólans brást í lok síðustu viku. Í kjölfarið gerði birginn sér grein fyrir að mannleg mistök hefðu verið gerð hjá þeim í afhendingarferlinu og hófst hann þá samstundis handa við að klára afhendinguna.”Sjá einnig: Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikurNemendur Víðistaðaskóla voru án skólagagna í fimm vikur. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri sagði þetta hafa reynt mikið á.vísir/sigurjónInnri verkferlar verða skoðaðirBæjarstjórinn hefur fundað með kennurum og starfsfólki og þakkaði þeim fyrir að halda skólastarfinu gangandi við erfiðar aðstæður. Rætt var um lærdóminn sem mætti draga af þessu til þess að bæta ferla fyrir næsta skólaár. Segir ennfremur í tilkynningunni: „Fulltrúar Pennans hafa komið á framfæri bæði við skólastjórnendur og annarra starfsmanna sem að ferlinu komu að þeir harmi þessu leiðu mistök og nú verði allt gert til þess að bæta úr þessu. Penninn afhenti stærsta hluta óafgreiddu gagnanna í morgun og nú er verið að vinna hörðum höndum við það að koma gögnunum inn í bekkina til barnanna. Restin verður afhend eftir hádegi.” Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og skoða hvort eitthvað hefði getað farið betur í samskiptum við birgjann. Vinnuhópur verður settur saman skipaður fulltrúum kennara, skólastjórnenda, Fræðslu- og frístundaþjónustu og kjörinna fulltrúa til að undirbúa útboð, innkaup og afhendingu gagna fyrir næsta skólaár.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira