Þing kemur saman 10 dögum fyrir jól: „Það átta sig allir á því að tíminn er knappur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 16:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við undirritun stjórnasáttmálans í liðinni viku. vísir/eyþór Þingmálaskrá ætti að liggja fyrir á föstudag að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þing kemur saman á fimmtudaginn í næstu viku, þann 14. desember, og segir Katrín það í samræmi við það sem lagt var upp með á fundi með stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin fundaði í dag og var frumvarp til fjárlaga næsta árs meðal annars til umræðu sem og þingsetningin. „Þingmálaskrá liggur ekki fyrir en hún ætti að liggja fyrir á föstudaginn. Það átta sig allir á því að tíminn er knappur,“ segir Katrín í samtali við Vísi en þegar þing kemur saman verða aðeins 10 dagar til jóla. Það er því allt eins líklegt að þingfundir verði milli jóla og nýárs. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið, venju samkvæmt. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Aðspurð hvaða breytingar muni sjást í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks miðað við frumvarp síðustu ríkisstjórnar segir Katrín: „Breytingarnar eru fyrst og fremst á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála. Það liggur fyrir að pólitísk stefnumótun mun bíða gerðar fjármálaáætlunar eftir áramót en í þessum tilteknu málaflokkum verður vart við ákveðnar breytingar fyrir utan málefni sem tengjast umhverfis-og náttúrumálum og málefnum sem varða kynferðisbrot,“ segir Katrín.Þórdís Kolbrún skipar varadómara í Hæstarétt í stað Sigríðar Andersen Fyrir utan frumvörp sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, leggur fram liggur fyrir að sett hefur verið af stað vinna í félagsmálaráðuneytinu varðandi NPA og lögfestingu þess. Þá mun Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, að öllum líkindum einnig leggja fram breytingar um frumvarp á almanntryggingakerfinu svo hækka megi frítekjumark aldraðra upp í 100 þúsund krónur. Auk þessa hefur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, boðað breytignar á útlendingalögum svo iðnnám verði þar gert jafnhátt undir höfði og háskólanámi. Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag lagði Katrín fram tillögu um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðanaðar og nýsköðunarráðherra verði sett til að fara með mál er varðar skipun varadómara við Hæstaréttar. Katrín segir að þetta snúi að skipun varadómara vegna máls sem tveir umsækjendur um dómarastöðu í Landsrétti höfðuðu gegn ríkinu. Setja þarf varadómara í Hæstarétt og víkur dómsmálaráðherra sæti við þá skipun þar sem hún er aðili málsins. Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52 Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Þingmálaskrá ætti að liggja fyrir á föstudag að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þing kemur saman á fimmtudaginn í næstu viku, þann 14. desember, og segir Katrín það í samræmi við það sem lagt var upp með á fundi með stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin fundaði í dag og var frumvarp til fjárlaga næsta árs meðal annars til umræðu sem og þingsetningin. „Þingmálaskrá liggur ekki fyrir en hún ætti að liggja fyrir á föstudaginn. Það átta sig allir á því að tíminn er knappur,“ segir Katrín í samtali við Vísi en þegar þing kemur saman verða aðeins 10 dagar til jóla. Það er því allt eins líklegt að þingfundir verði milli jóla og nýárs. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið, venju samkvæmt. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Aðspurð hvaða breytingar muni sjást í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks miðað við frumvarp síðustu ríkisstjórnar segir Katrín: „Breytingarnar eru fyrst og fremst á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála. Það liggur fyrir að pólitísk stefnumótun mun bíða gerðar fjármálaáætlunar eftir áramót en í þessum tilteknu málaflokkum verður vart við ákveðnar breytingar fyrir utan málefni sem tengjast umhverfis-og náttúrumálum og málefnum sem varða kynferðisbrot,“ segir Katrín.Þórdís Kolbrún skipar varadómara í Hæstarétt í stað Sigríðar Andersen Fyrir utan frumvörp sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, leggur fram liggur fyrir að sett hefur verið af stað vinna í félagsmálaráðuneytinu varðandi NPA og lögfestingu þess. Þá mun Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, að öllum líkindum einnig leggja fram breytingar um frumvarp á almanntryggingakerfinu svo hækka megi frítekjumark aldraðra upp í 100 þúsund krónur. Auk þessa hefur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, boðað breytignar á útlendingalögum svo iðnnám verði þar gert jafnhátt undir höfði og háskólanámi. Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag lagði Katrín fram tillögu um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðanaðar og nýsköðunarráðherra verði sett til að fara með mál er varðar skipun varadómara við Hæstaréttar. Katrín segir að þetta snúi að skipun varadómara vegna máls sem tveir umsækjendur um dómarastöðu í Landsrétti höfðuðu gegn ríkinu. Setja þarf varadómara í Hæstarétt og víkur dómsmálaráðherra sæti við þá skipun þar sem hún er aðili málsins.
Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52 Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52
Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40