Hundruð þúsunda Spánverja vilja banna stofnun sem upphefur einræðisherrann Franco Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 22:52 Francisco Franco var einræðisherra á Spáni í 36 ár. vísir/getty Meira en 200 þúsund Spánverjar hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að svokölluð Francisco Franco-stofnun verði bönnuð. Undirskriftalistinn var lagður inn hjá spænska þinginu í dag en þeir sem rita nafn sitt á hann vilja að þingið samþykki lög þess efnis að bannað verði að upphefja Franco og valdatíð hans en hann komst til valda eftir blóðuga borgarstyrjöld á 4. áratug síðustu aldar og var einræðisherra á Spáni frá árinu 1939 til 1975. Það sé til dæmis óhugsandi að það væri Hitler-stofnun í Þýskalandi eða Mussolini-stofnun á Ítalíu. „Það er ótrúlegt að lýðræðisríki skuli leyfa stofnun á borð við þessa sem ætlað er að vinna í þágu almennings. [...] Ef þú styrkir þessa stofnun þá færðu skattaafslátt svo stofnunin er óbeint niðurgreidd af hálfu hins opinbera. Fólk má hugsa og tjá sig eins og það vill en ríkið ætti ekki að hjálpa stofnun fjárhagslega sem lofsyngur einræðisherrann opinberlega,“ segir Emilio Silva, stofnandi samtaka sem sækjast eftir réttlæti fyrir fórnarlömb borgarstyrjaldarinnar sem og fórnarlamba einræðisstjórnar Franco. Heiðursforseti Franco-stofnunarinnar er Carmen Franco, dóttir Franco sjálfs, en hún er 91 árs gömul. Stofnunin hefur það yfirlýsta hlutverk að verja gjörðir og arfleið Franco. Þannig hætti til að mynda borgarstjórn Madrídar við það í október síðastliðnum að breyta götuheitum sem voru til heiðurs hetjum einræðisstjórnar Franco eftir að stofnunin kvartaði. 500 þúsund þurfa að skrifa undir áskorunina til spænska þingsins til þess að neðri deild þess íhugi að semja frumvarp vegna málsins. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Meira en 200 þúsund Spánverjar hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að svokölluð Francisco Franco-stofnun verði bönnuð. Undirskriftalistinn var lagður inn hjá spænska þinginu í dag en þeir sem rita nafn sitt á hann vilja að þingið samþykki lög þess efnis að bannað verði að upphefja Franco og valdatíð hans en hann komst til valda eftir blóðuga borgarstyrjöld á 4. áratug síðustu aldar og var einræðisherra á Spáni frá árinu 1939 til 1975. Það sé til dæmis óhugsandi að það væri Hitler-stofnun í Þýskalandi eða Mussolini-stofnun á Ítalíu. „Það er ótrúlegt að lýðræðisríki skuli leyfa stofnun á borð við þessa sem ætlað er að vinna í þágu almennings. [...] Ef þú styrkir þessa stofnun þá færðu skattaafslátt svo stofnunin er óbeint niðurgreidd af hálfu hins opinbera. Fólk má hugsa og tjá sig eins og það vill en ríkið ætti ekki að hjálpa stofnun fjárhagslega sem lofsyngur einræðisherrann opinberlega,“ segir Emilio Silva, stofnandi samtaka sem sækjast eftir réttlæti fyrir fórnarlömb borgarstyrjaldarinnar sem og fórnarlamba einræðisstjórnar Franco. Heiðursforseti Franco-stofnunarinnar er Carmen Franco, dóttir Franco sjálfs, en hún er 91 árs gömul. Stofnunin hefur það yfirlýsta hlutverk að verja gjörðir og arfleið Franco. Þannig hætti til að mynda borgarstjórn Madrídar við það í október síðastliðnum að breyta götuheitum sem voru til heiðurs hetjum einræðisstjórnar Franco eftir að stofnunin kvartaði. 500 þúsund þurfa að skrifa undir áskorunina til spænska þingsins til þess að neðri deild þess íhugi að semja frumvarp vegna málsins.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent