Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 23:48 Kaup íslenskra stjórnvalda á skattagögnum í apríl 2015 hafa borgað sig margfalt í formi endurálagningar Ríkisskattstjóra. Alls nemur endurálagning vegna Panamaskjalanna rúmlega 140 milljónum króna en reiknað er með að sú tala muni hækka umtalsvert. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkti á fundi sínum í apríl árið 2015 að veita skattrannsóknarstjóra aukafjárveitingu vegna kaupa á skattagögnum frá erlendum aðila. Gögnin voru talin geyma upplýsingar um tengsl Íslendinga við félög í lágskattaríkjum og þannig nýtast íslenskum skattayfirvöldum til að upplýsa um möguleg skattaundanskot. Kaupin voru gagnrýnd, meðal annars vegna þess að um væri að ræða stolin gögn en einnig vegna óvissu um hvort kaupin myndu borga sig fjárhagslega. En hverju hafa þessar upplýsingar skilað?143 milljónir í endurálagninguEftir að skattayfirvöld fengu gögnin afhent tók skattrannsóknarstjóri til rannsóknar skattskil um 30 þeirra Íslendinga sem í þeim fundust. Að öðru leyti voru gögnin send áfram til ríkisskattstjóra vegna gruns um athugunarverð skattskil. Kaupverðið gagnanna var 37 milljónir króna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um hversu miklum fjármunum þessi gögn hafa skilað í formi endurálagningar þar sem aðilar sem fram koma í skjölunum hafa ekki gert réttilega grein fyrir skattgreiðslum sínum. Í svari ríkiskattstjóra er vísað til endurálagningar vegna Panamaskjalanna, en með því er annars vegar átt við gögnin sem skattrannsóknarstjóri keypti en einnig gögn sem bárust í kjölfar lekans frá starfsmanni lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkisskattstjóra hafa hækkanir á opinberum gjöldum af endurálagningu vegna Panamaskjalanna numið rúmlega 143 milljónum króna (hundrað fjörtíu og þremur milljónum króna) sem er tæplega fjórföld sú upphæð sem skattagögnin voru keypt á 2015. Að stærstum hluta er um að ræða hækkanir vegna gagnanna sem keypt voru þó erfitt sé að greina það með nákvæmum hætti.Mun hækka umtalsvertSamkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að þessi tala muni hækka umtalsvert. Enn þá eigi eftir að klára mörg hundruð mál og því langt þangað til að endanleg tala liggur fyrir. Eitt liggur þó fyrir – kaupin á skattagögnunum í apríl 2015 borguðu sig, að minnsta kosti fjárhagslega. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Kaup íslenskra stjórnvalda á skattagögnum í apríl 2015 hafa borgað sig margfalt í formi endurálagningar Ríkisskattstjóra. Alls nemur endurálagning vegna Panamaskjalanna rúmlega 140 milljónum króna en reiknað er með að sú tala muni hækka umtalsvert. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkti á fundi sínum í apríl árið 2015 að veita skattrannsóknarstjóra aukafjárveitingu vegna kaupa á skattagögnum frá erlendum aðila. Gögnin voru talin geyma upplýsingar um tengsl Íslendinga við félög í lágskattaríkjum og þannig nýtast íslenskum skattayfirvöldum til að upplýsa um möguleg skattaundanskot. Kaupin voru gagnrýnd, meðal annars vegna þess að um væri að ræða stolin gögn en einnig vegna óvissu um hvort kaupin myndu borga sig fjárhagslega. En hverju hafa þessar upplýsingar skilað?143 milljónir í endurálagninguEftir að skattayfirvöld fengu gögnin afhent tók skattrannsóknarstjóri til rannsóknar skattskil um 30 þeirra Íslendinga sem í þeim fundust. Að öðru leyti voru gögnin send áfram til ríkisskattstjóra vegna gruns um athugunarverð skattskil. Kaupverðið gagnanna var 37 milljónir króna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um hversu miklum fjármunum þessi gögn hafa skilað í formi endurálagningar þar sem aðilar sem fram koma í skjölunum hafa ekki gert réttilega grein fyrir skattgreiðslum sínum. Í svari ríkiskattstjóra er vísað til endurálagningar vegna Panamaskjalanna, en með því er annars vegar átt við gögnin sem skattrannsóknarstjóri keypti en einnig gögn sem bárust í kjölfar lekans frá starfsmanni lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkisskattstjóra hafa hækkanir á opinberum gjöldum af endurálagningu vegna Panamaskjalanna numið rúmlega 143 milljónum króna (hundrað fjörtíu og þremur milljónum króna) sem er tæplega fjórföld sú upphæð sem skattagögnin voru keypt á 2015. Að stærstum hluta er um að ræða hækkanir vegna gagnanna sem keypt voru þó erfitt sé að greina það með nákvæmum hætti.Mun hækka umtalsvertSamkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að þessi tala muni hækka umtalsvert. Enn þá eigi eftir að klára mörg hundruð mál og því langt þangað til að endanleg tala liggur fyrir. Eitt liggur þó fyrir – kaupin á skattagögnunum í apríl 2015 borguðu sig, að minnsta kosti fjárhagslega.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira