Líkt og sjá má á kortinu hér fyrir neðan er flugvöllurinn í Bodø vel staðsettur og segir Jon Sjølander, forstöðumaður Avinor, að ein helsta ástæða þess að vilji sé til þess að færa flugvöllinn sé sú að það skapi pláss fyrir ný hverfi.
Lagt er til að flugbrautin færist um heila 900 metra í suðurátt sem skapar meira pláss á skaganum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Flutningurinn er þó ekki ókeypis því að flugmálayfirvöld telja að flutningurinn muni kosti 4-5 milljarða norskra króna.
Norska þingið þarf að samþykkja fjárveitinguna en áætlanirnar gera ráð fyrir að ný flugstöð og ný flugbraut verði reist á nýja staðnum. Bæjaryfirvöld í Bodø eru mjög hlynnt áætlunum og segja að þetta sé mikilvægasta framfaraskref sem bærinn myndi stíga í um 100 ár.
Hér að neðan má sjá byggingarplássið sem skapast við flutning flugvallarins

