Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Jóhann K. Jóhannsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 11. ágúst 2017 06:29 Komið var með síðasta hópinn í fjöldahjálparmiðstöðina í Hveragerði um klukkan 4:30 í nótt. Vísir/JKJ Allra veikustu skátarnir, sem fluttir voru í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Hveragerði í nótt eftir að alvarleg veikindi komu upp í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni í gærkvöldi, gætu þurft að dvelja þar í þrjá til fjóra daga. Alls voru 175 skátar fluttir úr búðunum í gærkvöldi, þar af 62 sem sýndu einkenni sýkingarinnar og ekki er útilokað að fleiri munu koma til með að sýkjast. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Þrír skátar voru sendir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) til frekari aðhlynningar upp úr miðnætti og til að fá næringu. Þeir dvelja nú í fjöldahjálparstöðinni. Samkvæmt heimildum Vísis bera þeir veiku einkenni nóróveirusýkingar sem lýsir sér í hita, slappleika, magaverkjum og uppköstum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Slíkar sýkingar eru ekki óalgengar hér á Íslandi en þó rekur menn ekki minni til að sambærilegur fjöldi hafi áður smitast á sama tíma. Orsök sýkingarinnar í gærkvöld er óljós, sýni voru tekin og eru enn til rannsóknar. Frá setningu alþjóða skátamótsins í Laugardalshöll þann 25. júlí. Þá voru á fimmta þúsund skátar á Íslandi. Mótinu lauk þann 2. ágúst.Vísir/Vilhelm Sambærilegt tilfelli kom upp á skátamótinu sem fór fram á Úlfljótsvatni á dögunum. Skáti með álíka einkenni leitaði sér þá aðstoðar en tilfelli hans var þó ekki greint. Líkur eru á að smitið sé þaðan en málið er þó enn til skoðunar og því einungis um tilgátu að ræða á þessu stigi. Fundað á eftirYfirstjórn HSU mun koma saman nú á áttunda tímanum. Þar verður staðan tekin og næstu skref rædd. Á fundinum verður ekki síst lagt mat á það hvort stofnunin sé yfirhöfuð í stakk búin til að takast á við mál af þessari stærðargráðu með tilliti til almannavarna. Búið er að virkja viðbragðsstjórn vegna málsins. Í glugganum á efri hæðinni má sjá þegar stjórnandi í fjöldahjálparstöðinni ræddi við krakkanna sem þangað voru komnir.Vísir/JKJ Að sögn Styrmis Sigurðarsonar, yfirmanns sjúkraflutninga á Suðurlandi, er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem komið hafa upp hér á landi. „Við þurftum að leita leiða hjá einkafyrirtækjum og brunavörnum Árnessýslu til að útvega rútur til að flytja fólkið,“ lýsir Styrmir í samtali við fréttastofu nú í morgun. Byrjað var á tveimur litlum rútum til að flytja þá allra veikustu og svo koll af kolli. Skólahúsnæðinu, þar sem hjálpastöðin er staðsett, hefur verið skipt í tvö aðskilin svæði fyrir þá sem eru sýktir og veikir og fyrir þá sem eru ekki veikir eða einkennalausir. Staðurinn hefur ekki verið innsiglaður af heilbrigðisyfirvöldum. Til að mynda eru tjaldsvæðin opin. Að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, hafi skátarnir hins vegar tekið þá ákvörðun að nýta ekki ákveðinn húsakost sem er í mestri notkun fyrr en búið er að hafa samráð við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Það gerist í dag. Styrmir segir að unnið hafi verið að landsáætlun um sóttvarnir hafna og skipa sem kynnt var í júlí síðastliðnum og nálgast má hér. Haft var samband við smitsjúkdómalækni á Landspítalanum og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í nótt og var ákvörðun um setja upp fjöldahjálparstöðina tekin í samráði við þessa aðila. Styrmir segir að reynt hafi á þolmörk heilbrigðisstofnunarinnar. „Mönnunin hefur alveg komið okkur niður að kvikunni. Bæði vegna sumarleyfa og svo höfum við þurft að kalla út vaktir. Við létum dagvaktina í gær halda áfram alveg fram undir morgun og við þurfum að púsla þessu svolítið saman. Bæði út af sjúkraflutningum og bráðamóttöku,“ segir Styrmir. Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Allra veikustu skátarnir, sem fluttir voru í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Hveragerði í nótt eftir að alvarleg veikindi komu upp í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni í gærkvöldi, gætu þurft að dvelja þar í þrjá til fjóra daga. Alls voru 175 skátar fluttir úr búðunum í gærkvöldi, þar af 62 sem sýndu einkenni sýkingarinnar og ekki er útilokað að fleiri munu koma til með að sýkjast. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Þrír skátar voru sendir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) til frekari aðhlynningar upp úr miðnætti og til að fá næringu. Þeir dvelja nú í fjöldahjálparstöðinni. Samkvæmt heimildum Vísis bera þeir veiku einkenni nóróveirusýkingar sem lýsir sér í hita, slappleika, magaverkjum og uppköstum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Slíkar sýkingar eru ekki óalgengar hér á Íslandi en þó rekur menn ekki minni til að sambærilegur fjöldi hafi áður smitast á sama tíma. Orsök sýkingarinnar í gærkvöld er óljós, sýni voru tekin og eru enn til rannsóknar. Frá setningu alþjóða skátamótsins í Laugardalshöll þann 25. júlí. Þá voru á fimmta þúsund skátar á Íslandi. Mótinu lauk þann 2. ágúst.Vísir/Vilhelm Sambærilegt tilfelli kom upp á skátamótinu sem fór fram á Úlfljótsvatni á dögunum. Skáti með álíka einkenni leitaði sér þá aðstoðar en tilfelli hans var þó ekki greint. Líkur eru á að smitið sé þaðan en málið er þó enn til skoðunar og því einungis um tilgátu að ræða á þessu stigi. Fundað á eftirYfirstjórn HSU mun koma saman nú á áttunda tímanum. Þar verður staðan tekin og næstu skref rædd. Á fundinum verður ekki síst lagt mat á það hvort stofnunin sé yfirhöfuð í stakk búin til að takast á við mál af þessari stærðargráðu með tilliti til almannavarna. Búið er að virkja viðbragðsstjórn vegna málsins. Í glugganum á efri hæðinni má sjá þegar stjórnandi í fjöldahjálparstöðinni ræddi við krakkanna sem þangað voru komnir.Vísir/JKJ Að sögn Styrmis Sigurðarsonar, yfirmanns sjúkraflutninga á Suðurlandi, er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem komið hafa upp hér á landi. „Við þurftum að leita leiða hjá einkafyrirtækjum og brunavörnum Árnessýslu til að útvega rútur til að flytja fólkið,“ lýsir Styrmir í samtali við fréttastofu nú í morgun. Byrjað var á tveimur litlum rútum til að flytja þá allra veikustu og svo koll af kolli. Skólahúsnæðinu, þar sem hjálpastöðin er staðsett, hefur verið skipt í tvö aðskilin svæði fyrir þá sem eru sýktir og veikir og fyrir þá sem eru ekki veikir eða einkennalausir. Staðurinn hefur ekki verið innsiglaður af heilbrigðisyfirvöldum. Til að mynda eru tjaldsvæðin opin. Að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, hafi skátarnir hins vegar tekið þá ákvörðun að nýta ekki ákveðinn húsakost sem er í mestri notkun fyrr en búið er að hafa samráð við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Það gerist í dag. Styrmir segir að unnið hafi verið að landsáætlun um sóttvarnir hafna og skipa sem kynnt var í júlí síðastliðnum og nálgast má hér. Haft var samband við smitsjúkdómalækni á Landspítalanum og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í nótt og var ákvörðun um setja upp fjöldahjálparstöðina tekin í samráði við þessa aðila. Styrmir segir að reynt hafi á þolmörk heilbrigðisstofnunarinnar. „Mönnunin hefur alveg komið okkur niður að kvikunni. Bæði vegna sumarleyfa og svo höfum við þurft að kalla út vaktir. Við létum dagvaktina í gær halda áfram alveg fram undir morgun og við þurfum að púsla þessu svolítið saman. Bæði út af sjúkraflutningum og bráðamóttöku,“ segir Styrmir.
Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04