Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. janúar 2017 17:00 Borið hefur á umræðu í fjölmiðlum undanfarna dag um þingmenn sem sitja einnig í sveitarstjórnum. Greint hefur verið frá því að Theodóra Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, ætli að gegna áfram embætti bæjarfulltrúa í Kópavogi samhliða þingmennsku en hún muni þá segja sig úr nefndum bæjarins og stjórn ISAVIA.Sjá einnig: Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru semsagt ekki laun mín til framtíðar.“ Nokkrir aðrir þingmenn sátu einnig í sveitarstjórnum þegar þeir voru kjörnir á þing. Má þar meðal annars nefna Bryndísi Haraldsdóttur og Njál Trausta Friðbertsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar. Njáll og Logi í bæjarstjórn Akureyrar og Bryndís situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Njáll og Logi sögðu sig þó úr bæjarstjórn fyrir áramót.Njáll Trausti Friðbertsson og Logi Einarsson sögðu sig báðir úr bæjarstjórn Akureyrar fyrir áramót.Mynd/samsettEva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að það þekkist að þingmenn hafi gegnt hlutverki í sveitarstjórn samhliða þingmennsku. „Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar sveitarstjórnarfulltrúa að sitja á þingi og í raun og veru er það sæmilega þekkt í sögunni að fólk hafi gert þetta,“ segir Eva. Sem dæmi má nefna sat Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um tíma í bæjarstjórn Grindarvíkur á síðasta kjörtímabili. Þá sátu fyrrverandi þingmennirnir Gunnar I. Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson allir í bæjarstjórn Kópavogs á sama tíma og þeir gegndu þingmennsku.Aukið álag með nýjum verkefnum á sveitarstjórnarstigi „Hinsvegar hefur á síðustu misserum verið hávær umræða um aukið álag á sveitarstjórnarfólki og að það hafi of mikið að gera. Það er á grundvelli þessa sem að kannski vakna spurningar um það hvort að sá sem taki við þingmennski hafi hreinlega tíma til að sinna sveitarstjórnarmennsku sem skyldi,“ segir Eva. Hún segir viðfangsefnið ekki hafa verið rannsakað til hlítar en ýmislegt bend til meira álags á vettvangi sveitarstjórna.Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræði Háskóla Íslands.Mynd/Háskóli Íslands„Kannanir sem að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur framkvæmt sýna fram á það að álag á sveitarstjórnarfulltrúa sé að aukast, sérstaklega í stærri sveitarfélögunum. Ef þú ert til dæmis farinn að sinna formennsku í stærri nefndum eða takir að þér veigameiri embætti þá er það eiginlega orðið þannig að þú getir varla sinnt fullu starfi annarsstaðar,“ segir hún. Þá sé ávallt hætta fyrir hendi þegar að einstaklingur gegnir tveimur opinberum störfum fari hann að hafa eftirlit með sjálfum sér. „Það á í sjálfu sér við allar stöður hjá hinu opinbera. Um leið og þú ert farinn að sinna pólitískum störfum um leið og þú vinnur hjá hinu opinbera,“ segir Eva. „Þá skapast sú hætta að þú sért farinn að hafa eftirlit með sjálfum þér eða ert farinn að taka ákvarðanir sem varða þig sjálfan eða eitthvað slíkt.“ Þó séu snertifletir Alþingismanna og sveitastjórnarmanna í einstaka sveitarfélögum ekki mjög miklir. „Það sem löggjafaþingið tekur ákvörðun um varðar yfirleitt sveitarfélögin almennt en ekki einstaka sveitarfélög. Þannig að ég sé ekki að einhverjir alvarlegir hagsmunaárekstrar gætu komið upp nema í einhverjum algerum undantekningartilfellum.“ segir Eva. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Borið hefur á umræðu í fjölmiðlum undanfarna dag um þingmenn sem sitja einnig í sveitarstjórnum. Greint hefur verið frá því að Theodóra Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, ætli að gegna áfram embætti bæjarfulltrúa í Kópavogi samhliða þingmennsku en hún muni þá segja sig úr nefndum bæjarins og stjórn ISAVIA.Sjá einnig: Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru semsagt ekki laun mín til framtíðar.“ Nokkrir aðrir þingmenn sátu einnig í sveitarstjórnum þegar þeir voru kjörnir á þing. Má þar meðal annars nefna Bryndísi Haraldsdóttur og Njál Trausta Friðbertsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar. Njáll og Logi í bæjarstjórn Akureyrar og Bryndís situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Njáll og Logi sögðu sig þó úr bæjarstjórn fyrir áramót.Njáll Trausti Friðbertsson og Logi Einarsson sögðu sig báðir úr bæjarstjórn Akureyrar fyrir áramót.Mynd/samsettEva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að það þekkist að þingmenn hafi gegnt hlutverki í sveitarstjórn samhliða þingmennsku. „Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar sveitarstjórnarfulltrúa að sitja á þingi og í raun og veru er það sæmilega þekkt í sögunni að fólk hafi gert þetta,“ segir Eva. Sem dæmi má nefna sat Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um tíma í bæjarstjórn Grindarvíkur á síðasta kjörtímabili. Þá sátu fyrrverandi þingmennirnir Gunnar I. Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson allir í bæjarstjórn Kópavogs á sama tíma og þeir gegndu þingmennsku.Aukið álag með nýjum verkefnum á sveitarstjórnarstigi „Hinsvegar hefur á síðustu misserum verið hávær umræða um aukið álag á sveitarstjórnarfólki og að það hafi of mikið að gera. Það er á grundvelli þessa sem að kannski vakna spurningar um það hvort að sá sem taki við þingmennski hafi hreinlega tíma til að sinna sveitarstjórnarmennsku sem skyldi,“ segir Eva. Hún segir viðfangsefnið ekki hafa verið rannsakað til hlítar en ýmislegt bend til meira álags á vettvangi sveitarstjórna.Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræði Háskóla Íslands.Mynd/Háskóli Íslands„Kannanir sem að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur framkvæmt sýna fram á það að álag á sveitarstjórnarfulltrúa sé að aukast, sérstaklega í stærri sveitarfélögunum. Ef þú ert til dæmis farinn að sinna formennsku í stærri nefndum eða takir að þér veigameiri embætti þá er það eiginlega orðið þannig að þú getir varla sinnt fullu starfi annarsstaðar,“ segir hún. Þá sé ávallt hætta fyrir hendi þegar að einstaklingur gegnir tveimur opinberum störfum fari hann að hafa eftirlit með sjálfum sér. „Það á í sjálfu sér við allar stöður hjá hinu opinbera. Um leið og þú ert farinn að sinna pólitískum störfum um leið og þú vinnur hjá hinu opinbera,“ segir Eva. „Þá skapast sú hætta að þú sért farinn að hafa eftirlit með sjálfum þér eða ert farinn að taka ákvarðanir sem varða þig sjálfan eða eitthvað slíkt.“ Þó séu snertifletir Alþingismanna og sveitastjórnarmanna í einstaka sveitarfélögum ekki mjög miklir. „Það sem löggjafaþingið tekur ákvörðun um varðar yfirleitt sveitarfélögin almennt en ekki einstaka sveitarfélög. Þannig að ég sé ekki að einhverjir alvarlegir hagsmunaárekstrar gætu komið upp nema í einhverjum algerum undantekningartilfellum.“ segir Eva.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira